Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   mið 15. september 2021 12:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristian spilaði allan leikinn í Evrópukeppni unglingaliða
Kristian Nökkvi í U21 landsleik á dögunum.
Kristian Nökkvi í U21 landsleik á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristian Nökkvi Hlynsson var í byrjunarliði U19 ára liðs Ajax í Evrópukeppni unglingaliða í dag.

Kristian lék allan leikinn gegn Sporting á Estadio Jose Alvalade vellinum í Lissabon.

Lokatölur leiksins urðu 1-1, Ajax jafnaði leikinn með marki á 49. mínútu.

Það var Daninn Jeppe Kjær sem skoraði mark Ajax en Portúgalinn Mateus Fernandes hafði komið Sporting yfir.
Athugasemdir
banner