Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 15. október 2018 20:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland fallið niður í B-deild - Svekkjandi tap gegn Sviss
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland 1 - 2 Switzerland
0-1 Haris Seferovic ('52 )
0-2 Michael Lang ('67 )
1-2 Alfreð Finnbogason ('81 )
Lestu nánar um leikinn

Íslenska landsliðið er fallið úr A-deild Þjóðadeildarinnar eftir grátlegt tap gegn Sviss á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland mun spila í B-deild þegar Þjóðadeildin verður spiluð næst.

Eftir 6-0 tap gegn Sviss í St. Gallen í síðasta mánuði var íslenska liðið staðráðið í að bæta fyrir það á rigningarkvöldi í Laugardalnum.

Það var jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik en Ísland fékk klárlega færi til að komast yfir. Gylfi Þór Sigurðsson átti til að mynda skot utarlega í teignum sem Yvann Mvogo í marki Sviss þurfti að hafa sig allann við að verja.

Slök byrjun á seinni hálfleik varð okkur að falli
Snemma í seinni hálfleiknum kom fyrsta mark leiksins og það gerði Haris Seferovic eftir frábæran undirbúning frá Granit Xhaka. Stundarfjórðungi síðar komst Sviss í 2-0 þegar hægri bakvörðurinn Michael Lang skoraði. Alfreð Finnbogason hafði stuttu áður fengið gott færi til að jafna.

Ekki var öll von úti því Alfreð minnkaði muninn á 81. mínútu með einu glæsilegasta marki sem sést hefur á Laugardalsvelli. „MAAAAAAAAARK! VÁVÁVÁVÁ! Alfreð Finnbogason fær boltann á 25 metrunum og HAMRAR hann í hornið! Ég skal segja ykkur það!!! Ísland er á lífi í þessu!" skrifaði Arnar Helgi í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.


Ísland setti pressu síðustu mínúturnar en því miður fór boltinn ekki inn í annað sinn.

Hvað þýða þessi úrslit?
Ísland er fallið niður í B-deild í Þjóðadeildinni eftir þrjú töp. Belgía og Sviss munu berjast um sigur í riðlinum.


Athugasemdir
banner
banner