Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 15. október 2019 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Southgate: Hafa gengið í gegnum hluti sem enginn ætti að upplifa
Gareth Southgate ræðir við dómarann og fjórða dómarann
Gareth Southgate ræðir við dómarann og fjórða dómarann
Mynd: Getty Images
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, var gríðarlega stoltur af sínum mönnum eftir 6-0 sigurinn á Búlgaríu í undankeppni Evrópumótsins í gær.

England er skrefi nær því að tryggja sæti sitt á EM en leikurinn fékk mikla athygli fyrir eitthvað allt annað en fótbolta í gær.

Stuðningsmenn Búlgaríu voru með kynþáttaníð í garð hörundsdökkra leikmanna enska liðsins og var leikurinn stöðvaður í tvígang en enska liðið hélt áfram að spila og var Southgate afar stoltur af frammistöðunni.

„Ég verð að segja það að það þeir sem unnu á leiknum áttuðu sig á hlutunum mjög fljótlega eftir að þetta byrjaði. Um leið og við heyrðum hlutina þá tilkynntum við þá," sagði Southgate.

„Við vorum í stöðugu sambandi við fjórða dómarann og einnig við dómara leiksins. Ég ræddi við leikmennina mína í gegnum allan fyrri hálfleikinn og svo aftur í hálfleik."

„Við vitum að þetta er óásættanlegt ástand. Við vorum með tvær yfirlýsingar. Við unnum leikinn og til að minna fólk á hvað er í gangi í þessari íþrótt og vekja athygli á því."

„Leikurinn var stöðvaður í tvígang og það er ekki nóg fyrir suma en sem hópur þá vildum við halda áfram."

„Við erum með leikmenn sem hafa gengið í gegnum hluti sem þeir ættu aldrei að upplifa og þeir fóru brosandi af velli því þeir spiluðu frábærlega. Þeir vilja allir að þetta snúist um fótbolta en núna eru þeir partur af einhverju sem ég held að verði mun stærra,"
sagði hann í lokin.


Athugasemdir
banner
banner
banner