Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 15. október 2021 18:35
Brynjar Ingi Erluson
„Það er öllum á Skaganum gjörsamlega drullusama"
Jóhannes Karl Guðjónsson
Jóhannes Karl Guðjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skagamönnum er alveg sama þó Jói Kalli hafi ákveðið að skella sér til Tene í nokkra daga
Skagamönnum er alveg sama þó Jói Kalli hafi ákveðið að skella sér til Tene í nokkra daga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elvar Geir Magnússon, Tómas Þór Þórðarson og Sverrir Mar Smárason fóru yfir víðan völl í útvarpsþætti Fótbolta.net í gær en þeir ræddu meðal annars Tenerife-ferð Jóhannesar Karls Guðjónssonar, þjálfara ÍA.

Mikið hefur verið rætt og ritað um þessa ferð þjálfarans en hann kíkti í frí til Tenerife eftir síðasta leik Pepsi Max-deildarinnar og fór í frí til að fagna fertugsafmæli eiginkonunnar.

Hann var gagnrýndur í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin fyrir að fara í þessa ferð, þar sem aðeins tvær vikur voru í bikarúrslitaleikinn gegn Víkingum þegar hann fór í ferðina.

„Ég get lofað þér því að Víkingar eru að æfa og Skagamenn eru að æfa líka en bara undir aðstoðarþjálfara og með fjóra menn í 21 árs liðs verkefni. Þetta er ákvörðun sem formaðurinn stendur og fellur með. Mér finnst þetta skrítið og hefði bara viljað fresta ferðinni. Það er Evrópa undir," sagði Mikael Nikulásson í Þungavigtinni.

Jói Kalli svaraði fyrir sig í viðtali við Fótbolta.net í gær.

„Menn hafa skoðun á því, ég átti mjög góða daga á Tene og náði að hlaða batteríin. Ég var þar frá þriðjudegi til laugardags og það hafði engin áhrif á undirbúning liðsins fyrir leikinn. Það er þessi æfingavika sem skiptir gríðarlega miklu máli og við komum vel undirbúnir inn í leikinn og ætlum okkur að vinna."

Öllum á Skaganum drullusama

Strákarnir ræddu þessa ferð Jóa Kalla í útvarpsþættinum og ákvað Sverrir að gera smá rannsóknarvinnu á viðbrögðin frá Skaganum við þessari ferð.

„Það er hárrétt. Ég er búinn að spyrjast mikið fyrir um þetta og margir búnir að spyrja mig hvað er í gangi þarna og af hverju er hann að fara og hvað finnst fólki um þetta. Það er öllum á Skaganum gjörsamlega drullusama og ég er búinn að tala við leikmenn, fólk sem er í kringum liðið, í teyminu og það voru allir sammála þessari ákvörðun að hann myndi fara í nokkra daga í fertugsafmæli konunnar með fullt af vinum og síðan kæmi hann inn í undirbúningsvikuna."

„Þetta eru tvær vikur sem þeir hafa til að æfa og fyrri vikan fer bara í að létta á mönnum og halda mönnum ferskum og hafa gaman en seinni vikan fer í aðeins meiri drillur. Þú kemur upplýsingum ekki til leikmanna fyrr en einum eða tveimur dögum fyrir leik, þannig þetta breytir engu máli."

„Hann er orðinn skotmark og ef þessi leikur fer illa þá er hann skotmarkið. Hann hatar það ekkert persónulega,"
sagði Sverrir um þetta mál.
Útvarpsþátturinn - Barist um bikar og landsliðsuppgjör
Athugasemdir
banner
banner