Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 15. nóvember 2022 16:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron Einar: Veit að Arnar er ekki sammála mér
Aron Einar og Arnar í bakgrunni.
Aron Einar og Arnar í bakgrunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir og Aron á HM í Rússlandi.
Birkir og Aron á HM í Rússlandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var á fréttamannafundi í dag spurður hversu mikið skemmtilegra það væri að spila í opinberri keppni heldur en hefðbundnum vináttuleik. Ísland mætir á morgun Litháen í undanúrslitaleik Eystrasaltsbikarsins.

„Það er betra að hafa eitthvað til að keppa um en "tilgangslausan" vináttuleik. Ég veit að þjálfarinn (Arnar Þór Viðarsson) er ekki sammála mér, það hefur aldrei verið tilgangslaus vináttuleikur frá sjónarhorni þjálfara."

„Sem þjálfari ertu alltaf að prófa mismunandi hluti, nýja hluti og nýja leikmenn. Að vera í keppni eins og þessari gefur leikjunum meira vægi,"
sagði Aron.

Sjá einnig:
Arnar öfundsjúkur út í Litháa - „Þurfum svona heima á Íslandi"

Ekki í neinni keppni við Birki
Hann var í kjölfarið spurður út í landsleikjafjöldann. Aron spilaði sinn 100. landsleik fyrr í þessum mánuði þegar Ísland lék gegn Sádí-Arabíu.

Hvernig er að ná þessum leikjafjölda og er áætlunin að ná Birki Bjarnasyni sem er leikjahæstur?

Ég er stoltur af því að hafa náð þessum áfanga. Það er ekki á hverjum degi sem leikmaður nær hundrað leikjum fyrir þjóð sína. Margir fleiri leikir framundan. Ég er stoltur af þessu, er einbeittur á framtíðina og að bæta liðið. Ég er hér til að miðla reynslu minni til yngri leikmanna sem eru að komast í gegn."

„Ég er ekki í neinni keppni við Birki. Við höfum átt góðar stundir saman og þetta snýst ekki um að keppa við hann,"
sagði Aron og brosti. Birkir hefur spilað 112 landsleiki, tólf leikjum meira en Aron. Birkir er einnig í hópnum sem er í Litháen.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner