þri 15. nóvember 2022 11:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hlín kveður Piteå (Staðfest) - Átti frábært tímabil
Mynd: Piteå
„Eftir tvö tímabil hjá PIF Dam hefur Hlín Eiríksdóttir ákveðið að halda ferli sínum áfram annars staðar," segir í færslu Piteå á Instagram í gær.

Hlín gekk í raðir Piteå frá Val eftir tímabilið 2020 og lék á tveimur tímabilum 39 deildarleiki með liðinu. Í fyrra missti hún talsvert út vegna meiðsla, byrjaði tíu leiki og kom þrisvar sinnum inn á sem varamaður.

Á nýliðnu tímabili blómstraði hún, byrjaði alla 26 leiki liðsins og skoraði ellefu mörk fyrir liðið sem endaði í sjöunda sæti, fjórum sætum ofar en í fyrra. Ellefu skoruð mörk gerði hana að markahæsti leikmanni liðsins.

„Við þökkum Hlín fyrir hennar framlag í rauðu treyjunni og óskum henni góðs gengis," segir einnig í færslunni.

Hlín er 22 ára gömul og er uppalin í Val. Hún á að baki 22 landsleiki, síðasti keppnisleikur kom árið 2020 gegn Ungverjalandi en hún spilaði svo vináttuleik í fyrra og U23 landsleik í sumar. Hún var í landsliðshópnum fyrir leikina gegn Hollandi og Portúgal í haust.

Viðtal við Hlín frá því í janúar:
„Held að það myndu ekkert allir fíla það en mér finnst það æðislegt"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner