Man Utd hefur gert tilboð í Mbeumo - Ronaldo með tilboð frá brasilísku félagi - Villa hefur áhuga á Ferran Torres
Stokke: Mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir félagið
Halldór Snær: Illa lélegt hjá okkur öllum
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
„Skelfilegt en lofum því að þetta gerist ekki aftur"
Láki: Veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa svona fallbyssur út af
Vuk: Náttúrulega galið að við séum ekki að spila á mánudegi
Davíð Smári: Það vantaði kraft í okkur
Rúnar Kristins: Við hittum á réttu taktíkina
Sjáðu draugamark ÍA í Njarðvík
Jökull: Held að svarið verði annað þegar þú spyrð mig næst
Túfa: Helvíti gaman að sjá þessa frétt
Ólafur Kristjáns: Leikmenn verið lengur saman og búnar að kynnast mér
Guðni Eiríks: Öll mörkin voru eiginlega einhver trúðamörk
Alli Jói: Þessi kóngur frábær
   sun 09. janúar 2022 11:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Held að það myndu ekkert allir fíla það en mér finnst það æðislegt"
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Systur Hlínar
Systur Hlínar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlín Eiríksdóttir gekk í raðir Piteå í Svíþjóð eftir tímabilið 2020 með Val. Hún var talsvert frá vegna meiðsla á tímabilinu og missti af landsliðsverkefnum vegna meiðslanna.

Hún er 21 árs, á að baki nítján landsleiki og spilaði fyrsta leik sinn með Val sumarið 2015. Hún ræddi við Fótbolta.net fyrir helgi um fyrsta tímabilið í atvinnumennsku. Piteå endaði í næstneðsta sæti efstu deildar í Svíþjóð, fimm stigum fyrir ofan fallsæti.

„Tímabilið var erfitt, skemmtilegt, lærdómsríkt... já kannski allar klisjurnar en tímabilið var það. Svolítið mikið vonbrigðatímabil en ég lærði helling og mér fannst þetta gaman líka," sagði Hlín.

„Lífið í Svíþjóð er mjög gott, ég fíla mjög mikið að búa þar sem ég bý í Norður-Svíþjóð. Ég held að það myndu ekkert allir fíla það en mér finnst það æðislegt. Mér gekk vel að aðlagast með tungumálið og stelpunum í liðinu þannig lífið utan vallar var bara mjög fínt."

Er þetta allt öðruvísi en að vera á Íslandi? „Menningin er frekar svipuð og á Íslandi en það eru aðeins meiri öfgar í veðrinu, það er ansi kalt á veturna og ansi heitt á sumrin. Þetta svipar að einhverju leyti til þess að vera á Íslandi."

Hvernig er staðan á skrokknum á þér í dag? „Hún er bara góð, ég er búin að fá tvo mánuði til að undirbúa mig og gera fyrirbyggjandi æfingar. Ég vona að það skili sér, mér líður allavega mjög vel í líkamanum núna og er heil heilsu."

„Ég fékk í rauninni allar þær mínútur sem ég hefði getað spilað, þannig ég get ekki kvartað. Þjálfarinn treystir á mig, trúir á mig og gefur mér ábyrgð. Þannig ég get ekki verið annað en sátt með það."

„Já, [það er auka högg að missa af landsliðverkefnum]. Ég er búin að vera í landsliðshópnum í nokkur og er núna á þeim stað að þurfa vinna mig aftur inn í hópinn. Þó að maður þurfi alltaf að vinna fyrir landsliðssætinu en núna er ég ekki búin að vera með í nokkrum verkefnum. Það er auðvitað leiðinlegt að missa af því en vonandi fæ ég að vera með á þessu ári. Ég hlakka til að sjá hvernig næsti landsliðshópur verður."


Valur varð Íslandsmeistari í sumar, nærðu að fylgjast vel með frá Svíþjóð? „Já, það var mjög gaman að fylgjast með þeim. Mér fannst þær langbestar, eftir nokkra leiki - var smá hökt í byrjun. Ég næ að fylgjast vel með, á tvær systur í liðinu, vinkonur og er í góðu sambandi við þjálfarana."

Finnuru mikinn mun í gæðum á sænsku deildinni og þeirri íslensku? „Já, ég held að ég geti sagt að mér finnst vera meiri munur en ég hélt á þessum deildum. Öll liðin eru betri í Svíþjóð. Það eru kannski einstaklingar hér á Íslandi sem myndu spjara sig í bestu liðunum í Svíþjóð og vera með bestu leikmönnunum í sænsku deildinni - eins og við höfum séð. En mér finnst öll liðin í Svíþjóð vera betri, færri farþegar og meira leikskipulag hjá öllum liðunum."

„Það eru fleiri æfingar og lengri æfingar [en á Íslandi], það var það sem ég tók mest eftir. Það eru mjög langar æfingar hjá mínu liði og mikil áhersla á taktík. Við erum oft mjög lengi að rúlla í gegnum einhverja taktík. Það er kannski aðeins minni áhersla á fitness. Þetta er atvinnumannalið og hægt að krefjast að leikmenn æfi meira en þeir sem fá ekkert borgað á Íslandi."


Hvernig líst þér á komandi tímabil með Piteå? „Mjög vel, ég er mjög spennt og leiðin getur eiginlega bara legið upp á við hjá okkur. Ég er bara mjög spennt og vonandi næ ég að vera heil," sagði Hlín að lokum.
Athugasemdir
banner
banner