Eze og Olise gætu sameinast á ný - Veglegur launapakki Wirtz - De Bruyne á leið til Napoli
   fim 15. desember 2022 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dúna ráðin til Íslendingafélagsins Kristianstad (Staðfest)
Kvenaboltinn
Dúna.
Dúna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðrún Þórbjörg Sturlaugsdóttir, betur þekkt sem Dúna, hefur verið ráðin til starfa hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Kristianstad. Tekur hún við starfi þrekþjálfara hjá liðinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í dag.

Það var fyrst greint frá því hér á Fótbolta.net fyrir rúmum tveimur vikum síðan að hún væri á leið til Kristianstad.

„Starfið snýst um að bera ábyrgð á helstu þrekþáttum leikmanna í meistaraflokki og vinna að tímabilaskiptingu og einstaklingsmiðaðri eftirfylgni í náinni samvinnu við þjálfaraliðið," skrifaði Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad, í færslu er hún auglýsti starfið.

Elísabet hefur þjálfað Kristianstad frá 2009 og náð eftirtektarverðum árangri. Í ár endaði liðið í fjórða sæti eftir að hafa verið í titilbaráttu framan af. Þrír íslenskir leikmenn eru hjá félaginu; Amanda Andradóttir, Emelía Óskarsdóttir og Hlín Eiríksdóttir.

Dúna hefur undanfarið starfað sem styrktarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins við góðan orðstír. Núna tekur hún til starfa hjá þessu mikla Íslendingafélagi.
Athugasemdir
banner