Andoni Iraola þjálfari Bournemouth átti erfitt með að lýsa ótrúlegu jafntefli gegn Manchester United í gærkvöldi.
Man Utd tók forystuna í þrígang og Bournemouth einu sinni svo lokatölur urðu 4-4 eftir magnaðan fótboltaleik á Old Trafford.
„Það er erfitt að líta til baka yfir þennan leik útaf því að það gerðist svo mikið í honum. Þetta var mjög skemmtilegur leikur á milli tveggja liða sem sóttu mun betur heldur en þau vörðust. Bæði lið voru óhrædd við að opna sig í vörn til að sækja af meiri krafti og úr varð rosaleg skemmtun," sagði Iraola eftir lokaflautið, en hann var ekki sáttur með eina jöfnunarmark Man Utd í leiknum.
Rauðu djöflarnir fengu aukaspyrnu rétt utan vítateigs fyrir hendi, en Iraola er ósammála dómaranum. Bruno Fernandes skoraði glæsilegt jöfnunarmark beint úr aukaspyrnunni.
„Að mínu mati eru þetta augljós mistök hjá dómaranum. Boltinn snertir handlegginn fyrir ofan armbandið þannig að þetta getur ekki verið hendi."
Man Utd endurheimti forystuna skömmu síðar svo staðan var orðin 4-3 en fimm mínútum þar á eftir jöfnuðu gestirnir á ný. Staðan var því 4-4 á lokakaflanum og fékk Bournemouth tvö góð færi til að stela sigrinum sem fóru forgörðum.
„Við áttum í erfiðleikum fyrstu 20 mínúturnar svo við breyttum aðeins til í leikskipulaginu og eftir það var ég ánægður með hvernig leikurinn spilaðist. Við áttum að vinna leikinn á lokamínútunum þegar við klúðruðum tveimur dauðafærum. (Senne) Lammens varði meistaralega til að bjarga stigi fyrir þá.
„Það er margt jákvætt sem við getum tekið úr þessum leik en líka ýmislegt sem við þurfum að laga."
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Arsenal | 16 | 11 | 3 | 2 | 30 | 10 | +20 | 36 |
| 2 | Man City | 16 | 11 | 1 | 4 | 38 | 16 | +22 | 34 |
| 3 | Aston Villa | 16 | 10 | 3 | 3 | 25 | 17 | +8 | 33 |
| 4 | Chelsea | 16 | 8 | 4 | 4 | 27 | 15 | +12 | 28 |
| 5 | Crystal Palace | 16 | 7 | 5 | 4 | 20 | 15 | +5 | 26 |
| 6 | Man Utd | 16 | 7 | 5 | 4 | 30 | 26 | +4 | 26 |
| 7 | Liverpool | 16 | 8 | 2 | 6 | 26 | 24 | +2 | 26 |
| 8 | Sunderland | 16 | 7 | 5 | 4 | 19 | 17 | +2 | 26 |
| 9 | Everton | 16 | 7 | 3 | 6 | 18 | 19 | -1 | 24 |
| 10 | Brighton | 16 | 6 | 5 | 5 | 25 | 23 | +2 | 23 |
| 11 | Tottenham | 16 | 6 | 4 | 6 | 25 | 21 | +4 | 22 |
| 12 | Newcastle | 16 | 6 | 4 | 6 | 21 | 20 | +1 | 22 |
| 13 | Bournemouth | 16 | 5 | 6 | 5 | 25 | 28 | -3 | 21 |
| 14 | Fulham | 16 | 6 | 2 | 8 | 23 | 26 | -3 | 20 |
| 15 | Brentford | 16 | 6 | 2 | 8 | 22 | 25 | -3 | 20 |
| 16 | Nott. Forest | 16 | 5 | 3 | 8 | 17 | 25 | -8 | 18 |
| 17 | Leeds | 16 | 4 | 4 | 8 | 20 | 30 | -10 | 16 |
| 18 | West Ham | 16 | 3 | 4 | 9 | 19 | 32 | -13 | 13 |
| 19 | Burnley | 16 | 3 | 1 | 12 | 18 | 33 | -15 | 10 |
| 20 | Wolves | 16 | 0 | 2 | 14 | 9 | 35 | -26 | 2 |
Athugasemdir

