Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 16. janúar 2022 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eru með +52 í markatölu en samt í öðru sæti
Ajax er í öðru sæti hollensku úrvalsdeildarinnar.
Ajax er í öðru sæti hollensku úrvalsdeildarinnar.
Mynd: EPA
Það er í raun ótrúleg staða í hollensku úrvalsdeildinni fyrir leiki dagsins. Deildin er að byrja aftur núna eftir vetrarfrí.

PSV Eindhoven og Ajax frá Amsterdam eru tvö efstu lið deildarinnar og er fyrrnefnda liðið með einu stigi meira núna þegar deildin hefst aftur.

Það er með ólíkindum að Ajax sé ekki á toppnum þegar litið er á markatöluna. Ajax er nefnilega með markatöluna 56-4 úr 18 leikjum. Þrátt fyrir það er liðið með einu stigi minna en PSV, sem er með markatöluna 46-24. PSV hefur fengið á sig 20 fleiri mörk og skorað færri en keppninautar sínir, en samt er liðið á toppnum.

Það sem meira er að Ajax vann 5-0 sigur þegar þessi lið mættust í október í fyrra.

Mótið er rúmlega hálfnað og verður athyglisvert að sjá hver þróunin verður á seinni hluta tímabilsins. Ajax spilar í dag við Utrecht og PSV mætir Groningen.


Athugasemdir
banner
banner
banner