Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 16. janúar 2022 12:41
Brynjar Ingi Erluson
Smit í hópnum hjá Víkingi Ó - Aftureldingu dæmdur sigur
Aftureldingu var dæmdur 3-0 sigur gegn Víkingi Ó.
Aftureldingu var dæmdur 3-0 sigur gegn Víkingi Ó.
Mynd: Raggi Óla
Leik Víkings Ólafsvíkur og Aftureldingar í B-deild Fótbolta.net mótsins hefur verið aflýst vegna smita í hópi Víkings. Aftureldingu hefur því verið dæmdur 3-0 sigur í leiknum.

Víkingur og Afturelding áttu að mætast klukkan 16:00 í riðli 2 í Akraneshöllinni í dag en margir leikmenn Víkings eru smitaðir af Covid-19 og var því ekki hægt að manna hópinn.

Ekki var hægt að finna annan leiktíma fyrir leikinn og hefur því Víkingur ákveðið að gefa leikinn og er því Aftureldingu dæmdur 3-0 sigur.

Afturelding er með þrjú stig í 3. sæti riðilsins en liðið mætir Grindavík í lokaumferðinni þann 27. janúar á Fagverksvellinum í Varmá.

Víkingur Ó. á að mæta KV eftir viku í Akraneshöllinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner