Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 16. janúar 2022 15:40
Brynjar Ingi Erluson
Telegraph: Rooney og Martínez efstir á blaði hjá Everton
Roberto Martinez
Roberto Martinez
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Wayne Rooney
Wayne Rooney
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney og Roberto Martinez eru efstir á blaði hjá enska félaginu Everton eftir að það ákvað að reka Rafael Benítez úr starfi eftir einungis sex mánuði. Telegraph hefur heimildir fyrir þessu.

Það kom ekki á óvart er Benítez fékk sparkið í dag en liðið hefur aðeins unnið tvo deildarleiki af síðustu fimmtán og er sex stigum frá fallsæti.

Everton gaf ekki miklar upplýsingar um næstu skref en það er talið líklegast að Duncan Ferguson verði bráðabirgðastjóri liðsins á meðan leitað er að nýjum stjóra.

Telegraph segir að Wayne Rooney, fyrrum leikmaður Everton og núverandi stjóri Derby County, sé efstur á blaði ásamt Roberto Martínez, þjálfara belgíska landsliðsins.

Martínez þekkir vel til hjá Everton enda stýrði hann liðinu frá 2013 til 2016 áður en hann tók við Belgíu.

Rooney hefur náð að gera ótrúlega hluti með Derby í ensku B-deildinni þrátt fyrir að 21 stig hafi verið dregið af liðinu vegna fjárhagsvandamála.

Telegraph nefnir einnig að Everton hafi athugað stöðuna á Jose Mourinho, þjálfara Roma, og Marco Silva, stjóra Fulham, en hann Silva hefur ekki áhuga á að snúa aftur í stjórastólinn hjá Everton.
Athugasemdir
banner
banner