Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 16. febrúar 2020 15:22
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Sevilla gerði jafntefli við botnlið Espanyol
Sevila gerði jafntefli við Espanyol
Sevila gerði jafntefli við Espanyol
Mynd: Getty Images
Fyrstu tveir leikirnir í spænska boltanum voru að klárast en Sevilla og Espanyol gerðu 2-2 jafntefli í hörkuleik á meðan Leganes gerði markalaust jafntefli við Betis.

Sevilla komst yfir gegn Espanyol með marki frá Lucas Ocampos áður en Adri Embarba jafnaði metin á 35. mínútu með marki úr aukaspyrnu. Kínverski sóknarmaðurinn Wu Lei kom gestunum yfir í upphafi síðari hálfleiks áður en Victor Sanchez var rekinn af velli á 69. mínútu.

Það hafði áhrif á Espanyol og tókst Sevilla að jafna tíu mínútum fyrir leikslok. Sevilla er í fimmta sæti með 40 stig en Espanyol á botninum með 19 stig.

Leganes og Betis gerðu þá markalaust jafntefli. Borja Iglesias, framherji Betis, fékk rautt spjald undir lok leiksins. Betis er í ellefta sæti með 29 stig en Leganes í næst neðsta sæti með 19 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Sevilla 2 - 2 Espanyol
1-0 Lucas Ocampos ('15 )
1-1 Adri Embarba ('35 )
1-2 Wu Lei ('50 )
2-2 Suso ('80 )
Rautt spjald: Victor Sanchez, Espanyol ('69)

Leganes 0 - 0 Betis
Rautt spjald: Borja Iglesias, Betis ('90)

Athugasemdir
banner
banner
banner