Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 16. apríl 2021 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Anton Freyr í Hauka (Staðfest)
Anton Freyr Hauks Guðlaugsson.
Anton Freyr Hauks Guðlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Anton Freyr Hauks Guðlaugsson hefur samið við knattspyrnudeild Hauka og mun hann spila fyrir félagið næstu þrjú árin.

Anton Freyr er 24 ára gamall miðvörður sem kemur til Hauka frá Keflavík.

Anton steig sín fyrstu skref í meistaraflokki með Keflavík 2014 og er búinn að spila 72 leiki með þeim. Nú síðast spilaði hann 17 leiki með Keflavík er liðið vann Lengjudeildina. Keflavík spilar í Pepsi Max-deildinni í sumar. Hann hefur einnig spilað með Njarðvík á ferlinum.

Anton á einnig 16 leiki með yngri landsliðum Íslands; með U19, U17 og U16.

„Anton Freyr er hrikalega öflugur og sterkur miðvörður með mikla reynslu þrátt fyrir ungan aldur og mun styrkja Hauka gríðarlega.

Stjórn knattspyrnudeildar Hauka fagnar nýjum samningi við Anton og býður hann hjartanlega velkominn í félagið,"
segir í tilkynningu frá Haukum sem höfnuðu í fimmta sæti 2. deildar á síðustu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner