Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fös 16. apríl 2021 12:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Unglingalandsliðsmarkvörður skrifar undir hjá Keflavík
Mynd: Getty Images
Unglingalandsliðsmaðurinn Helgi Bergmann Hermannsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Keflavík.

Gamli samningurinn átti að renna út í haust.

Helgi er nítján ára gamall markvörður og hefur spilað þrjá leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Helgi hefur ekki leikið keppnisleiki með Keflavík en lék gegn Gróttu í Lengjubikarnum með Keflavík í vetur.

Hann mun veita Sindra Kristni Ólafssyni samkeppni um markvarðarastöðuna hjá nýliðum Keflavíkur í Pepsi Max-deildinni.

„Helgi Bergmann hefur gert langtímasamning við Keflavík og mun því vera samningsbundinn út tímabilið 2024! Helgi sem hefur verið að stimpla sig inn í leikmannahóp meistaraflokks karla í vetur hefur verið í leikmannahópnum og einnig leikið sína fyrstu leiki. Helgi hefur bætt sig mikið í vetur og erum við spennt að sjá hvað Helgi hefur fram að færa.

Við viljum óska Helga til hamingju með framlenginguna og hlökkum til að sjá hann bæta sig! Áfram Keflavík!"
segir í tilkynningu Keflavíkur í dag.
Athugasemdir
banner
banner