Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 16. maí 2019 09:17
Elvar Geir Magnússon
Loftus-Cheek meiddist í Bandaríkjunum - Úrslitaleikur framundan
Loftus-Cheek fær aðstoð af vellinum.
Loftus-Cheek fær aðstoð af vellinum.
Mynd: Getty Images
Ruben Loftus-Cheek haltraði af velli í 3-0 sigri Chelsea í æfingaleik gegn New England Revolution í Bandaríkjunum.

Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, veitti engin viðtöl í Bandaríkjaferðinni en hann hafði áður gagnrýnt þá ákvörðun félagsins að ferðast í þetta verkefni.

Seinna í þessum mánuði er úrslitaleik í Evrópudeildinni gegn Arsenal í Bakú og er talið að Loftus-Cheek missi af þeim leik. Hann virtist festa fótinn í grasinu á Gillette leikvangnum og snéri sig á ökkla.

Loftus-Cheek fékk aðstoð sjúkraþjálfara við að yfirgefa völlinn og sást síðan yfirgefa leikvanginn á hækjum og í hlífðarskó.

Roman Abramovich, eigandi Chelsea, var meðal áhorfenda á leiknum en þess má geta að Chelsea vann þar þægilegan 3-0 sigur.

Ross Barkley skoraði tvö mörk og Olivier Giroud eitt.

Chelsea leikur við Arsenal um Evrópudeildartitilinn þann 29. maí.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner