Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 16. júní 2018 11:09
Elvar Geir Magnússon
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Mögnuð upplifun í Moskvu
Elvar Geir Magnússon
Icelandair
Frá HM gleði í miðborg Moskvu.
Frá HM gleði í miðborg Moskvu.
Mynd: Getty Images
Argentínumenn við rauða torgið.
Argentínumenn við rauða torgið.
Mynd: Getty Images
Það er komið að risastóru stundinni, stærsta leik Íslandssögunnar þegar leikið verður gegn sjálfum Argentínumönnum á HM í Moskvu. Það er enn næstum óraunverulegt að vera að skrifa þetta.

Ég vona að leikmönnum Íslands hafi gengið betur en mér að stilla spennustigið!

Þegar þessi pistill er skrifaður eru tvær klukkustundir í leikinn og ég sit hér inn í stöppuðu vinnuherbergi fjölmiðlamanna.

Augu heimsins verður svo sannarlega á íslenska fótboltalandsliðinu og þegar ég tók mér morgungöngu í Moskvu í morgun vakti mikla athygli að sjá hversu margir erlendir stuðningsmenn voru mættir í íslensku treyjuna.

Það eru miklu fleiri en 334 þúsund sem munu styðja íslenska landsliðið í dag. Ég heyrði af fjórum Frökkum sem eru mættir á mótið til að styðja Ísland, þrátt fyrir að þeirra lið sé á mótinu.

Margir stuðningsmenn eiga Ísland sem „lið tvö" hjá sér enda hafa strákarnir okkar heillað marga.

Á þetta mót eru líka mættir stuðningsmenn landsliða sem ekki komust á HM, fjölmargir frá Asíu. Þeir eru hingað mættir til að njóta þeirrar veislu sem er í gangi. Hvert sem litið er þá er minnt mann á HM og allt er tengt við fótbolta. Líka salernin sem eru fótboltaskreytt og ruslabílarnir sem eru húðflúraðir með fótboltum!

Moskva er suðupottur fjölmenningar um þessar mundir og það er auðvelt að heillast af henni. Yfirþyrmandi mannvirki og svakaleg saga. Allir eru brosandi og mættir hingað til að skemmta sér.

Rússland hefur komið hrikalega skemmtilega á óvart og allur ótti sem var til umræðu fyrir mótið virðist óþarfur. Hér er gott veður, maturinn fínn, þjónustan góð og viðmót allra jákvætt. Nú er bara að vona að úrslitin í dag verði í sama flokki!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner