Pétur Pétursson, þjálfari Vals, ræddi við Fótbolta.net eftir sigurinn gegn Þór/KA á föstudag.
Hann var þar spurður út í tapið stóra gegn Twente í forkeppni Meistaradeildarinnar. Íslandsmeistararnir töpuðu 5-0 gegn hollensku meisturunum í úrslitaleik um sæti í 2. umferð.
Hann var þar spurður út í tapið stóra gegn Twente í forkeppni Meistaradeildarinnar. Íslandsmeistararnir töpuðu 5-0 gegn hollensku meisturunum í úrslitaleik um sæti í 2. umferð.
Lestu um leikinn: Þór/KA 0 - 1 Valur
„Það var enginn skellur að tapa þessu. Sástu leikinn? Nei, nákvæmlega, það sá nefnilega enginn leikinn. Við hefðum auðveldlega getað skorað þrjú mörk í seinni hálfleik og í stöðunni 0-0 þá fékk Ragnheiður gott færi og við hefðum getað komist yfir. Fyrri hálfleikurinn var mjög ólíkur Valsliðinu, en seinni hálfleikurinn var mjög vel spilaður af okkur og við vorum betri heldur en Twente í seinni hálfleik, þó að þær hafi skorað tvö," sagði Pétur.
Stefnan hjá Val er að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Eftir tapið, þurfti þjálfarinn að hjálpa stelpunum aftur upp á tærnar eftir vonbrigðin að ná því ekki?
„Ég ætla ekki að segja að þetta séu einhver vonbrigði, stefnan hjá okkur er að komast inn í Meistaradeildina, en við þurfum líka að gera okkur grein fyrir því hérna á Íslandi að þetta eru atvinnulið sem við erum að mæta, Breiðablik mætir Sporting frá Portúgal og við mættum Twente. Þetta er toppatvinnumannalið í Hollandi, þar liggur kannski smá munurinn eins og er," sagði Pétur sem segir Val ætla reyna aftur við riðlakeppnina á næsta ári.
„Mér finnst að markmiðin hjá íslensku liðunum eigi að vera að komast inn í riðlakeppnina, því að um leið og við komum fleiri liðum inn, þá verður allt betra hjá okkur.," sagði Pétur.
Til þessa er Breiðablik eina liðið til að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Það gerði liðið árið 2021.
Það er kannski auðveldast að benda á þá staðreynd að Amanda Andradóttir, besti leikmaður Vals fyrri part tímabilsins, gekk í raðir Twente í sumarglugganum. Twente er því augljóslega fyrir ofan Val í fótboltapýramídanum.
Pétur nefndi að Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir hefði fengið færi gegn Twente. Hún var ekki með Val gegn Þór/KA.
„Hún braut einhver bein í hendinni á sér á móti Twente og þurfti að fara út af í hálfleik. Hún var frá í dag," sagði Pétur sem útilokaði ekki að Ragnheiður gæti spilað gegn FH um næstu helgi.
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Breiðablik | 23 | 20 | 1 | 2 | 64 - 13 | +51 | 61 |
2. Valur | 23 | 19 | 3 | 1 | 54 - 18 | +36 | 60 |
3. Víkingur R. | 23 | 10 | 6 | 7 | 34 - 36 | -2 | 36 |
4. Þór/KA | 23 | 10 | 4 | 9 | 42 - 36 | +6 | 34 |
5. Þróttur R. | 23 | 8 | 5 | 10 | 29 - 33 | -4 | 29 |
6. FH | 23 | 8 | 1 | 14 | 32 - 49 | -17 | 25 |
Athugasemdir