Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
   mið 16. október 2019 12:16
Elvar Geir Magnússon
Romero setti þumalinn upp - Spilar líklega gegn Liverpool
Romero í besta skapi.
Romero í besta skapi.
Mynd: Twitter
Ljósmyndarar voru mættir við æfingasvæði Manchester United í dag þegar leikmenn mættu til æfinga fyrir komandi deildarleik gegn Liverpool sem verður á sunnudag.

Argentínski markvörðurinn Sergio Romero virtist sérstaklega í góðu skapi og setti þumalinn upp þegar hann sá ljósmyndarana.

Reiknað er með því að Romero fái sjaldgæfan byrjunarliðsleik á sunnudag eftir að David de Gea fór meiddur af velli gegn Svíum og hélt aftan í lærið á sér.

Manchester United hefur enn ekki gefið neitt út varðandi meiðslin.

Lykilmenn snúa aftur
Manchester United er að endurheimta þrjá lykilmenn af meiðslalistanum fyrir stórleikinn. Paul Pogba, Aaron Wan-Bissaka og Luke Shaw snúa væntanlega allir aftur og þá er möguleiki á að Anthony Martial geti verið í hópnum.

Byrjun United á tímabilinu hefur verið erfið en liðið hefur ekki byrjað svona illa í 30 ár. Liðið er fimmtán stigum frá toppliði Liverpool.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 3 3 0 0 8 4 +4 9
2 Chelsea 3 2 1 0 7 1 +6 7
3 Arsenal 3 2 0 1 6 1 +5 6
4 Tottenham 3 2 0 1 5 1 +4 6
5 Everton 3 2 0 1 5 3 +2 6
6 Sunderland 3 2 0 1 5 3 +2 6
7 Bournemouth 3 2 0 1 4 4 0 6
8 Crystal Palace 3 1 2 0 4 1 +3 5
9 Man Utd 3 1 1 1 4 4 0 4
10 Nott. Forest 3 1 1 1 4 5 -1 4
11 Brighton 3 1 1 1 3 4 -1 4
12 Leeds 3 1 1 1 1 5 -4 4
13 Man City 3 1 0 2 5 4 +1 3
14 Burnley 3 1 0 2 4 6 -2 3
15 Brentford 3 1 0 2 3 5 -2 3
16 West Ham 3 1 0 2 4 8 -4 3
17 Newcastle 3 0 2 1 2 3 -1 2
18 Fulham 3 0 2 1 2 4 -2 2
19 Aston Villa 3 0 1 2 0 4 -4 1
20 Wolves 3 0 0 3 2 8 -6 0
Athugasemdir