mið 16. nóvember 2022 12:00
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Daily Mail 
John Carew fær 14 mánaða fangelsisdóm í Noregi
John Carew í landsleik á Laugardalsvelli.
John Carew í landsleik á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Vilhjálmur Siggeirsson

John Carew fyrrverandi framherji Aston Villa og norska landsliðsins hefur verið dæmdur til 14 mánaða fangelsisvistar í heimalandinu vegna skattalagabrota.


Carew sem er í dag 43 ára gamall var sektaður um 540 þúsund norskar krónur fyrir að stinga 5,4 milljónum norskra króna undan skatti í Noregi.

Saksóknari vildi að dómurinn yrði tvö ár og sjö mánuðir en lögmenn Carew fóru fram á að refsingin yrði tekin út í samfélagsþjónustu.

Niðurstaðan varð 14 mánaða fangelsi þar sem talið var að Carew hafi ekki stungið undan af ásetningi heldur stórfeldu gáleysi.

Carew hafði sjálfur játað brotið en sagt að hann hafi ekki framið það af ásetningi. Hann kennir Per A. Flod lögmanni sínum og fyrrverandi umboðsmanni um hvernig fór. Málið snýst um svokallaða 183 daga reglu en Carew sem bjó ekki í Noregi má ekki vera í landinu í fleiri en 183 daga ef hann ætlar ekki að telja fram þar. Sex ár í röð, 2014-2019 fór hann fram úr þeim 183 dögum og það var sannað með kreditkortafærslum.

„Ég treysti honum í blindi," sagði Carew. „Hann fullvissaði mig um að ég væri að gera rétt og stýrði mér eins og strengjabrúðu. Ég skil að það var gáleysi að minni hálfu að treysta honum svona mikið, en þetta er ástæða þess að ég gerði þetta," sagði Carew.


Athugasemdir
banner
banner