Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. janúar 2021 18:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dapur dagur hjá Bruno Fernandes
Fernandes ekki góður í dag.
Fernandes ekki góður í dag.
Mynd: Getty Images
Bruno Fernandes átti ekki góðan dag þegar Manchester United og Liverpool gerðu markalaust jafntefli í stórslag í ensku úrvalsdeildinni á þessu sunnudagskvöldi.

Leikurinn, sem var beðið með mikilli eftirvæntingu, var ekki neitt rosalega fjörugur.

Fernandes er búinn að vera gríðarlega mikilvægur fyrir United síðastliðið ár. Hann fann hins vegar engan veginn taktinn og var tekinn af velli undir lokin.

„Fernandes er að eiga sinn versta leik fyrir United hingað til," skrifaði Samuel Luckhurst, blaðamaður Manchester Evening News, á meðan leiknum stóð.

Fernandes var ekki nægilega öflugur í að halda boltanum og átti heilt yfir dapran dag.


Athugasemdir
banner
banner
banner