Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 17. apríl 2025 17:45
Elvar Geir Magnússon
Óli Hrannar: Viljum auka breiddina sóknarlega
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Keflavík vann 1-0 sigur gegn Leikni í Lengjudeildarslag í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í dag. Ólafur Hrannar Kristjánsson, þjálfari Leiknis, gerði leikinn upp í viðtali við Fótbolta.net.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  0 Leiknir R.

„Í seinni hálfleik fannst mér við vera með alla stjórn á leiknum án þess að ná að skapa sér færi. Strákarnir reyndu eins og þeir gátu að ná inn jöfnunarmarki," sagði Ólafur meðal annars.

Dagur Ingi Hammer, helsti markaskorari Leiknis, fór af velli vegna meiðsla og hans var saknað í seinni hálfleiknum.

„Dagur meiðist og við missum hann út af. Þar með missum við einn okkar helsta mann inni í teignum. Svo eigum við eftir að skoða leikinn aftur, hvaða svæði við erum ekki að manna rétt."

Það eru rúmar tvær vikur í að Lengjudeildin hefjist, hvernig er staðan á Leiknisliðinu og mögulegum styrkingum?

„Við viljum auka breiddina aðallega fram á við. Erum með góða breidd af miðjumönnum og varnarmönnum. Við þurfum að auka breiddina sóknarlega," segir Ólafur Hrannar í viðtalinu sem sjá má í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner