Juve reynir við Kolo Muani og Zirkzee - Mateta orðaður við Spurs - Fundað um Maguire
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   fim 17. apríl 2025 17:45
Elvar Geir Magnússon
Óli Hrannar: Viljum auka breiddina sóknarlega
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Keflavík vann 1-0 sigur gegn Leikni í Lengjudeildarslag í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í dag. Ólafur Hrannar Kristjánsson, þjálfari Leiknis, gerði leikinn upp í viðtali við Fótbolta.net.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  0 Leiknir R.

„Í seinni hálfleik fannst mér við vera með alla stjórn á leiknum án þess að ná að skapa sér færi. Strákarnir reyndu eins og þeir gátu að ná inn jöfnunarmarki," sagði Ólafur meðal annars.

Dagur Ingi Hammer, helsti markaskorari Leiknis, fór af velli vegna meiðsla og hans var saknað í seinni hálfleiknum.

„Dagur meiðist og við missum hann út af. Þar með missum við einn okkar helsta mann inni í teignum. Svo eigum við eftir að skoða leikinn aftur, hvaða svæði við erum ekki að manna rétt."

Það eru rúmar tvær vikur í að Lengjudeildin hefjist, hvernig er staðan á Leiknisliðinu og mögulegum styrkingum?

„Við viljum auka breiddina aðallega fram á við. Erum með góða breidd af miðjumönnum og varnarmönnum. Við þurfum að auka breiddina sóknarlega," segir Ólafur Hrannar í viðtalinu sem sjá má í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner