Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   fim 17. apríl 2025 17:45
Elvar Geir Magnússon
Óli Hrannar: Viljum auka breiddina sóknarlega
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Keflavík vann 1-0 sigur gegn Leikni í Lengjudeildarslag í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í dag. Ólafur Hrannar Kristjánsson, þjálfari Leiknis, gerði leikinn upp í viðtali við Fótbolta.net.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  0 Leiknir R.

„Í seinni hálfleik fannst mér við vera með alla stjórn á leiknum án þess að ná að skapa sér færi. Strákarnir reyndu eins og þeir gátu að ná inn jöfnunarmarki," sagði Ólafur meðal annars.

Dagur Ingi Hammer, helsti markaskorari Leiknis, fór af velli vegna meiðsla og hans var saknað í seinni hálfleiknum.

„Dagur meiðist og við missum hann út af. Þar með missum við einn okkar helsta mann inni í teignum. Svo eigum við eftir að skoða leikinn aftur, hvaða svæði við erum ekki að manna rétt."

Það eru rúmar tvær vikur í að Lengjudeildin hefjist, hvernig er staðan á Leiknisliðinu og mögulegum styrkingum?

„Við viljum auka breiddina aðallega fram á við. Erum með góða breidd af miðjumönnum og varnarmönnum. Við þurfum að auka breiddina sóknarlega," segir Ólafur Hrannar í viðtalinu sem sjá má í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner