Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 17. maí 2021 16:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Sveinn er ekki samningsbundinn Fylki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á lokadegi félagaskiptagluggans skipti Arnar Sveinn Geirsson yfir í Fylki frá Breiðabliki. Samningur Arnars við Breiðablik rann út eftir síðasta tímabil og var honum því frjálst að leita annað. Arnar var stærstan hluta af síðasta tímabili á láni hjá Fylki.

Þrátt fyrir að Arnar hafi skipt yfir í Fylki þá er hann ekki samningsbundinn félaginu. Félagaskiptin voru gerð að ósk Fylkis ef ske kynni að Arnar myndi spila með félaginu í sumar. Áður hafði fréttaflutningur verið á þá leið að Arnar væri samningsbundinn Fylki.

„Ég er ekki að æfa með þeim eins og er og er í endurhæfingu vegna meiðsla sem hafa verið að plaga mig núna í talsverðan tíma," segir Arnar Sveinn.

Atli Sveinn Þórarinnson, annar af þjálfurum Fylkis, tjáði sig um félagaskiptin eftir leik Fylkis og KR síðasta miðvikudag.

„Arnar Sveinn gerði rosalega mikið fyrir okkur í fyrra inni á vellinum og utan vallar. Við vorum mjög ánægðir með hann og viljum fá hann í gang aftur," sagði Atli Sveinn.

„Hann hefur verið í basli með meiðsli í allan vetur og við ætlum að fá hann í gang og sjá hvað hann dugar. Við gefum honum tíma."

Arnar lék tíu leiki með Fylki í Pepsi Max-deildinni í fyrra. Hann hefur leikið með Val, Víkingi Ólafsvík, Fram, Breiðabliki, KH og Fylki á sínum ferli.
Athugasemdir
banner
banner