Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 17. maí 2021 10:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar um Kwame: Vildi sýna eitthvað extra gegn gamla félaginu
Kwame í gær
Kwame í gær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markinu fagnað
Markinu fagnað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kwame Quee skoraði þriðja mark Víkings í sigri liðsins á Breiðabliki í gær. Víkingur vann leikinn 3-0 og kom Kwame inn á sem varamaður í seinni hálfleik. Hann var á mála hjá Breiðabliki tímabilin 2019 og 2020 en bæði þau tímabilin fór hann á láni til Víkings seinni hluta tímabilsins.

Hann varð samningslaus í vetur og skrifaði undir hjá Víkingi eftir áramót. Hann kom til landsins fyrir um viku síðan og lék sinn fyrsta leik á tímabilinu í gær.

Kwame kom inn á fyrir Kristal Mána Ingason í hálfleik. Markið skoraði hann svo í uppbótartíma.

„SKORAR GEGN SÍNUM GÖMLU (félögum)!! Fær hann úti hægra megin frá Adami Ægi og á skot í nærhornið og Anton Ari hreyfist ekki í markinu!! ÞAÐ ER GLEÐI Í VÍKINNI," skrifaði Arnar Laufdal Arnarsson í textalýsingunni í gær.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, ræddi við Mána Pétursson eftir leik í Pepsi Max stúkunni.

„Hann er búinn að vera í sóttkví karlgreyið og ákveðin mannrétindabrot að hann er ekki búinn að spila með okkur fyrr. En það er einhver tilfinning þegar þú spilar á móti gömlu félagi, sem þú kannski fórst frá ósáttur af því þú spilaðir ekki mikið, þá viltu sýna blod på tannen og ég fann einhvern veginn að hann var tilbúinn að gera sitt besta," sagði Arnar.

„Það var meira tilfinningin sem varð til þess að þú varst 'heyrðu ég hendi honum inn'? sagði Máni.

„Já, gaurinn er bara búinn að æfa með okkur í korter og æfingarnar núna eru liggur við skokk og reitur. Ég vissi svo sem ekki í hvernig standi hann var í. Ég þekki það bara sjálfur þegar þú spilar á móti gömlu félögunum, það var eitthvað extra sem mann langaði að sýna. Maður elskar alltaf sína gömlu klúbba en þú vilt einhvern veginn sýna þig og sanna," sagði Arnar.
Athugasemdir
banner
banner