Arsenal vill Williams og Merino - Sancho eftirsóttur - Trent vill vera áfram
   mán 17. júní 2024 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Crystal Palace keypti Chadi Riad (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Chadi Riad er orðinn nýr leikmaður Crystal Palace eftir að enska úrvalsdeildarfélagið borgaði um 15 milljónir evra til að kaupa hann.

Riad er bráðefnilegur miðvörður sem á 21 árs afmæli í dag, 17. júní, og kemur úr röðum Real Betis.

Palace kaupir Riad til að fylla í skarðið sem enski landsliðsmaðurinn Marc Guéhi gæti skilið eftir ef hann verður seldur í sumar, en Riad spilaði 30 leiki með Betis á síðustu leiktíð og stóð sig vel.

Riad er uppalinn hjá Barcelona og kom einu sinni við sögu með meistaraflokki félagsins áður en hann var seldur.

Hann er fæddur á Spáni en ættaður frá Marokkó og á þrjá A-landsleiki að baki fyrir Marokkó, eftir að hafa spilað 15 leiki með yngri landsliðunum.

Riad skrifar undir fimm ára samning við Crystal Palace sem gildir þar til í júní 2029.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner