Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 17. ágúst 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Gulli Gull með tæplega 200 treyjur til sölu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnleifur Vignir Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, hefur sankað að sér næstum 200 treyjum á löngum ferli sínum.

Þessar treyjur verða settar á sölu á næstu dögum og mun allur ágóði renna til góðgerðarstarfsemi.

Þetta tilkynnti Gulli með Twitter færslu í gærkvöldi.

Gulli er aðalmarkvörður Breiðabliks og hefur verið síðustu sex ár. Þar áður lék hann fyrir FH, HK, Keflavík og KR.

Hann er 44 ára og á 26 A-landsleiki að baki. Hann hefur alla tíð leikið í íslenska boltanum að undanskildu lánstímabili hjá FC Vaduz í Liechtenstein fyrir áratugi síðan.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá færslu Gulla og þar sést glitta í tvær portúgalskar landsliðstreyjur, eina króatíska, hollenska, danska og sænska meðal annars.


Athugasemdir
banner
banner