Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 17. ágúst 2019 19:33
Ívan Guðjón Baldursson
Mjólkurbikar kvenna: Selfoss meistari í fyrsta sinn
Bikarinn fer á loft í kvöld.
Bikarinn fer á loft í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss 2 - 1 KR
0-1 Gloria Douglas ('18)
1-1 Hólmfríður Magnúsdóttir ('36)
2-1 Þóra Jónsdóttir ('102)

Selfoss og KR mættust í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna á Laugardalsvelli í dag.

Vesturbæingar komust yfir snemma leiks þegar Gloria Douglas skoraði eftir laglegt einstaklingsframtak. Hún lék á Áslaugu Dóru Sigurbjörnsdóttir og átti gott skot sem Kelsey Wys átti ekki séns í.

Hólmfríður Magnúsdóttir jafnaði fyrir Selfoss með mögnuðu einstaklingsframtaki. Hún keyrði framhjá nokkrum varnarmönnum KR og kláraði sprettinn með skoti sem fór í slána og inn.

Skömmu síðar komst Selfoss nálægt því að taka forystuna en Barbára Sól Gísladóttir fór illa með gott færi og skaut beint á markvörð KR en staðan var jöfn í hálfleik.

Síðari hálfleikurinn var tíðindalítill og skiptust liðin á að sækja. Þegar komið var í uppbótartíma opnuðust liðin upp og klúðraði Hólmfríður dauðafæri fyrir Selfoss og Guðmunda Brynja Óladóttir fyrir KR.

Hvorugu liði tókst þó að skora og því gripið til framlengingar.

Þóra Jónsdóttir, sem kom inn af bekknum, skoraði eina markið í framlengingunni og tryggði fyrsta Mjólkurbikarinn í sögu Selfoss.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner