þri 17. ágúst 2021 12:20
Elvar Geir Magnússon
Lið 17. umferðar - Hallgrímur og Stefán Árni í fjórða sinn
Finnur Tómas Pálmason.
Finnur Tómas Pálmason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Egill Lárusson.
Sigurður Egill Lárusson.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Jónatan Ingi Jónsson.
Jónatan Ingi Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
17. umferð Pepsi Max-deildarinnar lauk í gær með þremur leikjum. Víkingur vann 3-0 sigur gegn Fylki í sjónvarpsleiknum.

Þrátt fyrir tapið er Aron Snær Friðriksson, markvörður Fylkis, í úrvalsliði umferðarinnar. Hann fékk tvö mörk á sig áður en hann fór meiddur af velli en þetta er í annað sinn í sumar sem hann er í úrvalsliðinu eftir tapleik.

„Aron hélt Fylki algerlega inni í leiknum og sýndi rosalegt hugrekki sem svo varð þess valdandi að hann uppskar höfuðhögg í vörslu og var borinn af velli og síðan keyrður burt í sjúkrabíl. Hans frammistaða þýddi að Fylkir töpuðu ekki enn... og miklu... stærra en raun varð," skrifaði Magnús Þór Jónsson í skýrslu um leikinn.

Maður leiksins var hinsvegar Kristall Máni Ingason sem skoraði tvívegis fyrir Víkinga sem hafa lagt upp safaríkan titilbaráttuslag gegn Val. Arnar Gunnlaugsson er þjálfari umferðarinnar.



Árni Vilhjálmsson skoraði sigurmark Breiðabliks af vítapunktinum þegar liðið vann nauman 2-1 sigur gegn ÍA.

Það var hitaleikur í Kórnum þar sem tíu KR-ingar unnu útisigur gegn HK 1-0. Kjartan Henry Finnbogason skoraði sigurmarkið í leiknum eftir frábæran undirbúning sem Stefán Árni Geirsson átti. Þá var Finnur Tómas Pálmason mjög öflugur í vörninni.

FH vann 5-0 sigur gegn Leikni þar sem Jónatan Ingi Jónsson var maður leiksins en Guðmann Þórisson varnarmaður kemst einnig í úrvalsliðið fyrir sína frammistöðu.

KA vann 2-1 sigur gegn Stjörnunni. Mikkel Qvist skoraði sigurmarkið og er í úrvalsliðinu líkt og Hallgrímur Mar Steingrímsson eftir þennan flotta sigur Akureyrarliðsins.

Sigurður Egill Lárusson skoraði tvívegis og var maður leiksins þegar Valur vann 2-1 sigur gegn Keflavík.

Sjá einnig:
Úrvalslið 16. umferðar
Úrvalslið 15. umferðar
Úrvalslið 14. umferðar
Úrvalslið 13. umferðar
Úrvalslið 12. umferðar
Úrvalslið 11. umferðar
Úrvalslið 10. umferðar
Úrvalslið 9. umferðar
Úrvalslið 8. umferðar
Úrvalslið 6. umferðar
Úrvalslið 5. umferðar
Úrvalslið 4. umferðar
Úrvalslið 3. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Innkastið - Reiði, rauð spjöld og TikTok skot úr stúkunni
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner