Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 17. október 2020 19:36
Victor Pálsson
Guardiola um Aguero atvikið: Leitið að vandræðum annars staðar
Mynd: Getty
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur tjáð sig um atvik sem átti sér stað í leik gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Raheem Sterling reyndist hetja City í þessari viðureign og gerði eina mark leiksins á 23. mínútu.

Undir lok fyrri hálfleiks kom upp atvik þar sem Sergio Aguero, leikmaður City, setti hendina á öxl aðstoðardómarans Sian Massey-Ellis.

Massey-Ellis kipptist aðeins til eftir snertingu Aguero en Argentínumanninum var ekki refsað fyrir hegðun sína.

Guardiola var spurður út í atvikið eftir lokaflautið en hann segir að Aguero hafi ekkert gert af sér.

„Sergio Aguero er vinalegasti náungi sem ég hef hitt á ævinni. Leitið að vandræðum annars staðar, ekki hérna," sagði Guardiola við blaðamenn.

Möguleiki er að enska úrvalsdeildin fari yfir atvikið og gæti Aguero átt yfir höfði sér refsingu.

Sjá einnig:
Atvikið með Aguero má sjá hér

Athugasemdir
banner