Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 18. janúar 2020 22:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Faxaflóamótið: Selfoss og FH skildu jöfn - Grótta vann ÍBV
Hólmfríður skoraði fyrir Selfoss.
Hólmfríður skoraði fyrir Selfoss.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það fóru fram tveir leikir í Faxaflóamóti kvenna þennan laugardaginn.

Í A-riðlinum skildu Selfoss og FH jöfn í leik sem fram fór í Skessunni. Selfoss komst tvisvar yfir, en í bæði skiptin náði FH að svara og jafna metin. Síðara jöfnunarmark FH kom úr vítaspyrnu.

FH er með tvö stig eftir tvo leiki í A-riðlinum. Selfyssingar eru með eitt stig eftir 7-0 tap gegn Breiðabliki í fyrsta leik.

Í B-riðlinum hafði Grótta betur gegn ÍBV í leik sem fram fór í Seltjarnarnesi.

Diljá Mjöll Aronsdóttir braut ísinn á 57. mínútu og var það eina mark leiksins. Grótta er með þrjú stig eftir tvo leiki, eins og ÍBV. Í B-riðli er ÍA á toppnum með sex stig úr tveimur leikjum.

A-riðill:
Selfoss 2 - 2 FH
Mörk Selfoss: Helena Hekla Hlynsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir.
Mörk FH: Valgerður Ósk Valsdóttir og Sigríður Lára Garðarsdóttir úr víti.

B-riðill:
Grótta 1 - 0 ÍBV
1-0 Diljá Mjöll Aronsdóttir ('57)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner