Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 18. janúar 2020 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd borgar 80 milljónir fyrir Fernandes og Bellingham
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Powerade slúðrið er á sínum stað á þessum kalda laugardegi. Bruno Fernandes, Layvin Kurzawa, Christian Eriksen, Harry Kane, Javier Hernandez og Emre Can eru meðal annars í umræðunni í dag.

Man Utd er nálægt því að komast að samkomulagi við Sporting CP varðandi kaupin á portúgalska miðjumanninum Bruno Fernandes, 25. Rauðu djöflarnir þurfa að greiða tæpar 60 milljónir punda fyrir leikmanninn. (Sky Sports)

Man Utd leitar sér einnig að miðjumanni til að fá að lánssamningi út tímabili. (Manchester Evening News)

Miðjumaðurinn umræddi gæti verið Jude Bellingham, 16 ára leikmaður Birmingham City. Man Utd bauð 25 milljónir í hann á dögunum. (Daily Record)

Newcastle United ætlar að bjóða í Jarrod Bowen, 23 ára framherja Hull City. Steve Bruce fékk leyfi frá Mike Ashley eiganda sem ætlar að fjármagna kaupin. (Telegraph)

Inter er við það að ganga frá kaupunum á Victor Moses, 29 ára vængbakverði Chelsea. Antonio Conte hefur miklar mætur á Moses eftir að hafa þjálfað hann hjá Chelsea. Moses er um þessar mundir hjá Fenerbahce að láni og kostar 10 milljónir punda. (Daily Mail)

Layvin Kurzawa, 27 ára bakvörður PSG, er búinn að skipta yfir í enska umboðsskrifstofu. Þetta bendir til þess að hann sé á leið til Arsenal, annað hvort í janúar eða júlí. (Evening Standard)

Kurzawa er búinn að samþykkja fimm ára samning hjá Arsenal. Hann kemur þó ekki til félagsins fyrr en næsta sumar. (Express)

Á sama tíma er Edu, yfirmaður íþróttamála hjá Arsenal, í viðræðum við Atletico Paranaense um kaupin á Bruno Guimaraes, 22 ára miðjumanni. (Goal)

Christian Eriksen, 27, nálgast félagaskiptin til Inter. Hann vill yfirgefa Tottenham í janúar en félögin hafa ekki enn komist að samkomulagi um kaupverð. (Sun)

Harry Kane, 26, gæti byrjað að æfa aftur eftir níu vikur. Búist er við því að hann komi til baka um miðjan apríl. (Telegraph)

Emre Can, 26, gengur líklega til liðs við AC Milan að láni frá Juventus. (Sport Mediaset)

Brendan Rodgers, stjóri Leicester, telur 'of flókið' að lána Islam Slimani, 31, til Aston Villa út tímabilið. (Independent)

LA Galaxy er búið að ganga frá kaupum á Chicharito, 31. Mexíkóski sóknarmaðurinn kemur frá Sevilla og verður launahæsti leikmaður deildarinnar. (Sports Illustrated)

Hearts ætlar að kaupa landsliðsmann Kósovó, hinn 23 ára gamla Donis Avdijaj frá Trabzonspor. (Daily Record)

Stuðningsmenn Cardiff eru ósáttir með að mikilvægustu hlutirnir í sögu félagsins verða seldir til einkaaðila á uppboði í næstu viku. Stuðningsmenn vilja að félagið kaupi þessa hluti til baka, en meðal þeirra má finna gripi úr úrslitaleik FA bikarsins 1927. (Wales Online)

Simon Francis, 34 ára varnarmaður Bournemouth, segir sjálfan sig og liðsfélagana vera tilbúna í fallbaráttuna sem er framundan. (Daily Echo)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner