banner
   mán 18. janúar 2021 10:33
Magnús Már Einarsson
Andrea Rán til Le Havre á láni (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, miðjumaður Breiðabliks, hefur gengið til liðs við franska félagið Le Have á láni fram að keppni í Pepsi Max-deildinni í sumar. Vísir greinir frá þessu í dag.

Hin 24 ára gamla Andrea er uppalin hjá Breiðabliki en hún á 122 leiki að baki í Pepsi Max-deildinni sem og 10 A-landsleiki.

Le Havre er á botninum í frönsku úrvalsdeildinni, þremur stigum frá öruggu sæti. Anna Björk Kristjánsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir leika báðar með liðinu.

Miklar breytingar hafa orðið á Íslandsmeistaraliði Breiðabliks í vetur.

Sveindís Jane Jónsdóttir var á láni frá Keflavík en hún er nú gengin til liðs við Wolfsburg. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er á leið til Bayern Munchen, markvörðurinn Sonný Lára Þráinsdóttir er hætt og þjálfarinn Þorsteinn Halldórsson hefur verið orðaður við þjálfarastöðuna hjá íslenska landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner