Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 18. mars 2021 16:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Mikki er klár í slaginn og mjög spenntur"
Icelandair
Mikael er leikmaður Midtjylland í Danmörku. Hér skiptir hann á treyjum við Mohamed Salah eftir leik í Meistaradeildinni.
Mikael er leikmaður Midtjylland í Danmörku. Hér skiptir hann á treyjum við Mohamed Salah eftir leik í Meistaradeildinni.
Mynd: Getty Images
Mikael Neville Anderson, leikmaður Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni, er í U21 landsliðshópnum sem fer til Ungverjalands á Evrópumótið í næstu viku.

Mikael ákvað að gefa ekki kost á sér í U21 landsliðið fyrir þrjá mikilvæga leiki í undankeppninni í nóvember á síðasta ári. Mikael ákvað að vera frekar hjá félagsliði sínu Midtjylland og spila með liðinu gegn Köge í danska bikarnum.

Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 landsliðsins, segist hafa rætt við Mikael og það hafi verið gott spjall.

„Samtalið var mjög gott. Þetta atvik var ekki á minni vakt í rauninni. Mikki er klár í slaginn og mjög spenntur," sagði Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 landsliðsins, á fréttamannafundi í dag.

Evrópumótið hefst í næstu viku og byrjar Ísland á leik gegn Rússlandi, næstkomandi fimmtudag. Danmörk og Frakkland eru einnig í riðlinum. Riðlakeppnin er leikin í þessum mánuði og komast tvö lið upp úr riðlinum. Útsláttarkeppnin verður í sumar svo.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner