Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
   lau 18. mars 2023 09:50
Fótbolti.net
Landsliðshópurinn og KA á X977 í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elvar Geir og Tómas Þór fara yfir það helsta í boltanum í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í dag. Þátturinn er á laugardögum milli 12 og 14.

Skoðaður verður landsliðshópur Íslands sem er að fara að mæta Bosníu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM.

Rætt verður við Jóhannes Karl Guðjónsson, aðstoðarþjálfara landsliðsins.

Þá verður Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, á línunni. KA endaði í öðru sæti Bestu deildarinnar í fyrra og norðanmenn eru kokhraustir nú þegar styttist í mót.
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner