Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   fim 18. apríl 2024 11:30
Elvar Geir Magnússon
Búa sig undir framtíðina með De Rossi við stjórnvölinn
Daniele De Rossi.
Daniele De Rossi.
Mynd: EPA
Dan og Ryan Friedkin, eigendur Roma, hafa staðfest að Daniele De Rossi verði áfram stjóri liðsins eftir tímabilið.

„Við gætum ekki verið ánægðari með að byggja framtíðaráætlanir okkar með Daniele," segir þeir í opinberri yfirlýsingu sem gefin var út í morgun.

„Hann hefur með leiðtogahæfileikum sínum haft mjög jákvæð áhrif. Það erm ikil virðing borin fyrir honum og hans hugmyndafræði er í takt við félagið, borgina og stuðningsmennina."

Yfirlýsingin kemur sama dag og Roma mætir AC Milan í seinni viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Leikurinn í kvöld verður á Ólympíuleikvangnum í Róm en Roma vann 1-0 á San Siro í síðustu viku.

De Rossi tók við af Jose Mourinho í janúar og skrifaði undir samning út tímabilið. Hann hefur unnið ellefu af sextán leikjum í öllum keppnum. Liðið var í níunda sæti í ítölsku A-deildinni þegar De Rossi tók við en er nú í því fimmta og berst um Meistaradeildarsæti.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 34 28 5 1 81 18 +63 89
2 Milan 34 21 7 6 64 39 +25 70
3 Juventus 34 18 11 5 47 26 +21 65
4 Bologna 34 17 12 5 49 27 +22 63
5 Roma 34 17 8 9 61 41 +20 59
6 Atalanta 33 17 6 10 61 37 +24 57
7 Lazio 34 17 4 13 43 35 +8 55
8 Fiorentina 33 14 8 11 50 37 +13 50
9 Napoli 34 13 11 10 52 43 +9 50
10 Torino 34 11 13 10 31 31 0 46
11 Monza 34 11 11 12 36 44 -8 44
12 Genoa 34 10 12 12 38 40 -2 42
13 Lecce 34 8 12 14 31 49 -18 36
14 Cagliari 34 7 11 16 36 59 -23 32
15 Verona 34 7 10 17 31 45 -14 31
16 Frosinone 34 7 10 17 43 63 -20 31
17 Empoli 34 8 7 19 26 50 -24 31
18 Udinese 34 4 17 13 32 51 -19 29
19 Sassuolo 34 6 8 20 40 70 -30 26
20 Salernitana 34 2 9 23 26 73 -47 15
Athugasemdir
banner
banner