Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   fim 18. apríl 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Raúl gæti tekið við Sevilla í sumar
Tekur Raúl við Sevilla?
Tekur Raúl við Sevilla?
Mynd: Getty Images
Spænski þjálfarinn Raúl Gonzalez er á blaði hjá spænska félaginu Sevilla fyrir næstu leiktíð samkvæmt SER Deportivos.

Quique Sanchez Flores tók við Sevilla í desember og gerði þá samning til 2025.

Það er talið afar ólíklegt að hann verði áfram þjálfari á næstu leiktíð en Sevilla hefur þegar gert lista af þjálfurum sem félagið ætlar að reyna við.

SER Deportivos greinir frá því að Raúl sé á þeim lista.

Raúl, sem átti stórkostlegan feril sem knattspyrnumaður, hefur undanfarin ár þjálfað varalið Real Madrid við góðan orðstír en hann þjálfar einnig U19 ára liðið.

Síðustu mánuði hefur hann verið orðaður við nokkur störf í La Liga en ekki enn ræst úr því. Í sumar er líklega tíminn þar sem hann mun taka skrefið.

Sevilla hefur átt erfitt tímabil til þessa en liðið er í 13. sæti með aðeins 34 stig. Liðið er aðeins níu stigum fyrir ofan fallsæti þegar sjö umferðir eru eftir af deildinni.

Athugasemdir
banner
banner
banner