Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 18. september 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin í dag - Fimm leikir sýndir beint
Mynd: Getty Images
Tottenham heimsækir Olympiakos til Grikklands í fyrsta leik dagsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Tottenham, sem fór alla leið í úrslit keppninnar á síðustu leiktíð, verður án Giovani Lo Celso og Juan Foyth sem eru meiddir. Þá eru Davinson Sanchez, Ryan Sessegnon og Kyle Walker-Peters tæpir.

FC Bayern og Rauða stjarnan eru einnig í riðlinum og mætast þau síðar í dag, eftir lokaflautið í Grikklandi.

PSG mætir Real Madrid í stórleik kvöldsins en bæði lið eru án lykilmanna vegna leikbanna og meiðsla.

Heimamönnum í París vantar þó alla sóknarlínuna sína þar sem Edinson Cavani og Kylian Mbappe eru meiddir og Neymar í banni. Eric Maxim Choupo-Moting, sem er kominn með þrjú mörk í þremur deildarleikjum, mun líklegast byrja fremstur þar sem Mauro Icardi er ekki talinn vera kominn í nógu gott leikform.

Manchester City heimsækir Shakhtar Donetsk og á Atletico Madrid leik við Juventus. Þar mætast liðin aftur eftir að Juve hafði betur í 16-liða úrslitunum síðasta vor þökk sé magnaðri þrennu frá Cristiano Ronaldo.

Leikir dagsins:
16:55 Olympiakos - Tottenham (Stöð 2 Sport 2)
16:55 Club Brugge - Galatasaray
19:00 PSG - Real Madrid (Stöð 2 Sport 2)
19:00 FC Bayern - Rauða stjarnan (Stöð 2 Sport 3)
19:00 Shakhtar Donetsk - Man City (Stöð 2 Sport 4)
19:00 Atletico Madrid - Juventus (Stöð 2 Sport 5)
19:00 Dinamo Zagreb - Atalanta
19:00 Bayer Leverkusen - Lokomotiv Moskva
Athugasemdir
banner
banner
banner