Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 18. október 2021 06:00
Victor Pálsson
Umboðsmaður Bellerin: Snerist ekki bara um Arsenal
Mynd: Getty Images
Það spilaði margt inn í ákvörðun Hector Bellerin að yfirgefa Arsenal í sumar að sögn umboðsmanns leikmannsins, Albert Botines.

Botines hefur séð um mál Bellerin frá því hann var 14 ára gamall en hann kom til Englands aðeins 16 ára og var fljótt byrjaður að spila með aðalliðinu í London.

Botines viðurkennir að Bellerin hafi verið einmanna í London og ákvað því að semja við Real Betis á láni út þessa leiktíð.

„Eftir tíu ár hjá Arsenal þá var Hector ákveðinn í að þetta væri rétti tíminn í að breyta til. Þetta snerist ekki bara um Arsenal, líka um ensku úrvalsdeildina, landið og öllu því tengt,“ sagði Botines.

„Hann færði sig frá Barcelona til Arsenal og frá Spáni til Englands aðeins 16 ára gamall. Á meðan heimsfaraldurinn gekk yfir þá var hann án fjölskyldunnar og var svo einmanna í London.“

„Hann æfði og fór svo heim. Hann fékk meiri tíma til að hugsa sig um og var viss um að tíminn væri réttur.“
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner