Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 18. nóvember 2020 23:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wembley
Hamren kveður - Gleymir aldrei fagnaðarlátunum eftir Tyrklandsleikinn
Icelandair
Mynd tekin eftir sigurinn á Tyrkjum.
Mynd tekin eftir sigurinn á Tyrkjum.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Erik Hamren mætti á sinn síðasta blaðamannafund sem landsliðsþjálfari Íslands eftir 4-0 tap gegn Englandi í Þjóðadeildinni á Wembley í kvöld.

Svíinn hefur stýrt frá Íslandi frá 2018 en gerði það í síðasta sinn í kvöld.

„Ég vil óska Englandi til hamingju. Þeir spiluðu mjög vel og eru með góða leikmenn. Ég var vonsvikinn með fyrri hálfleikinn, við gerðum Englendingunum auðvelt fyrir og við vorum ekki til staðar. Ég sá ekki viðhorfið sem ég vildi sjá. Við gerðum betur í seinni hálfleiknum," sagði Hamren.

„Það besta fyrir Ísland í dag var að U21 landsliðið okkar komst á Evrópumótið. Það er það besta fyrir Ísland í dag."

Ísland hefur tapað öllum leikjum sínum í þessu verkefni, en utan vallar hafa þetta líka verið erfiðir dagar fyrir Hamren þar sem hann missti föður sinn síðastliðinn sunnudag.

„Þetta hafa verið erfiðir dagar. Tapið gegn Ungverjalandi var erfitt fyrir alla, svo stóðum við okkur allt í lagi á móti Danmörku, en í dag var þetta ekki nægilega gott. Þetta hafa verið tilfinningaþrungnir dagar, það er víst."

„Það verða líka miklar tilfinningar í kvöld þegar ég kveð starfsliðið mitt og leikmennina. Ég hef notið þess að vinna með þeim."

Hvað tekur við hjá Hamren núna?

„Ég veit það ekki. Ég fer heim til eiginkonu minnar á morgun og við byrjum að undirbúa jarðarför föður míns. Ég hef ekki rætt við neitt félagslið eða landslið."

„Hápunkturinn á tíma mínum hérna var sigurinn í undanúrslitum umspilsins gegn Rúmeníu. Við spiluðum mjög vel í mjög mikilvægum leik. Líka sigurinn gegn Tyrklandi heima. Við vorum með stuðningsmennina með okkur og það var frábær dagur í Reykjavík. Við þurftum að vinna þann leik til að eiga möguleika í riðlinum. Þeir höfðu unnið Frakkland þremur dögum áður, við þurftum að vinna og áttum mjög góðan leik."

„Ég mun aldrei gleyma því þegar við fögnuðum með stuðningsmönnunum (eftir Tyrkjaleikinn). Það er frábær minning."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner