Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 18. nóvember 2022 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hollt að fara í aukna samkeppni - „Langar fyrst að stabílisera mig sem leikmann í efstu deild"
Birgir Baldvinsson.
Birgir Baldvinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birgir Baldvinsson ræddi við Fótbolta.net um þá ákvörðun sína að skrifa undir nýjan samning við KA eftir að hafa fyrr í vetur rift samningi sínum við félagið. Birgir lék með Leikni sem lánsmaður á tímabilinu.

„Ég horfði eiginlega á alltof marga leiki miðað við að vera í neinum af þessum liðum. Ég fór á marga KA leiki í sumar og fylgdist vel með þeim."

Sjá einnig:
Birgir Baldvins: Erfitt að segja nei við einn stærsta klúbb á Íslandi

Birgir er vinstri bakvörður og fer líklega í samkeppni við þá Þorra Mar Þórisson og Hrannar Björn Steingrímsson um mínútur í liði KA.

„Já, ég er spenntur fyrir samkeppninni. Þetta eru tveir frábærir leikmenn sem eru búnir að vera spila bakverðina. Ég held að þetta verði mjög hollt fyrir mig, að reyna bæta mig og koma mér á næsta 'level'. Ég held að þeir geti ýtt mér á það 'level'," sagði Birgir.

Birgir var 21 sinni í leikmannahópnum hjá Leikni í Bestu deildinni í sumar og byrjaði nítján þeirra, einu sinni kom hann inn á sem varamaður og einu sinni var hann ónotaður varamaður. Hann var því með nokkuð öruggt sæti í liðinu þegar hann var í hópnum.

„Allt önnur samkeppni í KA, ég var svolítið með traustið hjá Sigga [Höskulds] og er mjög þakklátur honum að hafa gefið mér öll þessi tækifæri. Hjá KA er ég að koma inn í allt „nýtt", þó að ég þekki mikið til þar. Þetta verður alvöru samkeppni og ekkert í þessu gefið. Ég þarf að leggja alveg jafnmikið að mér og aðrir, ef ekki meira."

Birgir stefnir að því að verða byrjunarliðsmaður hjá KA á næsta tímabili. En ef hann horfir lengra fram í tímann, horfir hann í möguleikann að fara erlendis?

„Það er ekkert endilega í plönunum hjá mér núna. En maður hefur séð það með Nökkva [Þey Þórisson] og fleiri að maður þarf ekki að eiga nema tvö góð tímabil. Það er stutt á milli í þessu og ef ég stend mig vel á næsta tímabili, og sé möguleikann á að gera það, þá mun ég alltaf gera það. Eins og staðan er núna þá lít ég ekki á mig sem slíkan leikmann, mig langar fyrst að stabílisera mig sem leikmann í efstu deild áður en ég hugsa um möguleikann að fara erlendis," sagði Birgir sem á að baki 25 leiki í efstu deild. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér að neðan.
Birgir Baldvins: Erfitt að segja nei við einn stærsta klúbb á Íslandi
Athugasemdir
banner
banner
banner