Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   fim 17. nóvember 2022 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Birgir Baldvins: Erfitt að segja nei við einn stærsta klúbb á Íslandi
,,Held að Haddi geti tekið mig á næsta level''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með Leikni í sumar.
Í leik með Leikni í sumar.
Mynd: Haukur Gunnarsson
„Ég fékk símtal frá Hadda, þjálfara KA, og hann sannfærði mig um að koma í KA. Ég held að þetta sé besta næsta skref á ferlinum fyrir mig," sagði Birgir Baldvinsson sem skrifaði undir þriggja ára samning við KA í síðustu viku.

Birgir er uppalinn í KA en hefur undanfarin ár verið á láni hjá Leikni Reykjavík og einnig hjá Aftureldingu. Hann er 21 árs vinstri bakvörður sem var í stóru hlutverki hjá Leikni á tímabilinu.

„Þetta var erfið ákvörðun, ég var með áhuga frá nokkrum öðrum liðum sem var rosalega spennandi. Maður hefur ekki verið í þessari stöðu áður. Ég enda á að koma aftur heim, sem er ákvörðun sem ég er mjög ánægður með."

Nokkur félög höfðu áhuga á Birgi, hann var sterklega orðaður við Val og Stjarnan hafði einnig áhuga. Ef hann hefði valið Val hefði hann haldið áfram að vinna með Sigurði Höskuldssyni sem er tekinn við sem aðstoðarþjálfari liðsins. Var erfitt að segja nei við Val?

„Já, það var svolítið erfitt. Sérstaklega sem leikmaður sem kemur úr liði eins og Leikni, að fá tækifæri til að fara í einn stærsta klúbb á Íslandi - ef ekki þann stærsta. Ég þurfti að taka ákvörðun út frá því hvað ég hélt að væri besta næsta skref fyrir mig."

Birgir hafði fyrr í vetur rift samningi sínum við KA sem gildi út næsta tímabil. Af hverju var sú ákvörðun tekin?

„Það var ákvörðun sem mitt teymi tók, með mér líka. Við hugsuðum að það gæti verið svolítið áhugavert að sjá hvað myndi gerast, hvort ég myndi fá spennandi áhuga frá liðum fyrir sunnan. Vorum ekkert viss um að eitthvað myndi gerast. Þá var ekkert ákveðið að ég yrði áfram í KA."

„Eftir að ég var búinn að fá öll símtölin og allt það talaði Haddi mig svolítið til. Hann hringdi og sannfærði mig."


Hvað var það sem Haddi sagði? „Ég þekki Hadda rosalega vel, búinn að æfa með honum sem leikmanni og svo mætti ég á aukaæfingar þegar hann var með þær fyrir norðan. Ég veit að hann er sérfræðingur í vörn og ég held að hann geti tekið mig á næsta 'level' sem leikmann."

„Það er spennandi að fara spila í Evrópu, og ég veit að strákarnir lögðu á sig heilan helling til að komast þangað. Það verður ennþá meira lagt á sig til að standa sig vel þar."


Birgir ræddi um Leikni, samkeppnina í KA og mögulega atvinnumennsku í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.

Hvað er það sem hann vill afreka í KA?

„Ég væri til í að verða byrjunarliðsmaður og enda í topp fjórum næsta sumar," sagði Birgir.
Athugasemdir
banner