Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 19. janúar 2021 17:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Birkir átti að byrja bikarleik en var settur úr hóp og til hliðar á æfingum
Eftir þessa nokkra daga tókst mér að vinna mig inn í liðið og byrjaði tvo leiki og var síðan í hóp restina af tímanum.
Eftir þessa nokkra daga tókst mér að vinna mig inn í liðið og byrjaði tvo leiki og var síðan í hóp restina af tímanum.
Mynd: Spartak Trnava/Lucas Grinaj
Ég get vonandi nýtt mér þessa reynslu í framtíðinni
Ég get vonandi nýtt mér þessa reynslu í framtíðinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þá fór ég úr því að eiga byrja bikarleik á miðvikudegi yfir í það að vera ekki í hóp og vera bara til hliðar á æfingum fyrstu vikuna eftir að þjálfarinn kom
Þá fór ég úr því að eiga byrja bikarleik á miðvikudegi yfir í það að vera ekki í hóp og vera bara til hliðar á æfingum fyrstu vikuna eftir að þjálfarinn kom
Mynd: Spartak Trnava/Lucas Grinaj
Birkir Valur Jónsson gekk í raðir Spartak Trnava í Slóvakíu að láni frá HK í sumarglugganum síðasta sumar. Trnava var með forkaupsrétt á Birki sem það gat nýtt sér á meðan láninu stóð en ákvað að nýta sér hann ekki og er Birkir því kominn aftur heim í HK.

Viðtal við Birki 11. september:
Birkir Valur: Klárlega skref upp á við - Bjartsýnn á fleiri mínútur

Fótbolti.net ræddi við Birki um miðjan september en nokkrum dögum síðar urðu þjálfaraskipti hjá félaginu. Inn kom þjálfari með tvo nýja leikmenn og annar þeirra var hægri bakvörður sem færði Birki aftar í goggunarröðina. Birkir lék eftir þetta í þremur leikjum, byrjaði tvo þeirra og lék seinni hálfleikinn í einum þeirra.

Var þetta erfitt eftir þjálfaraskiptin?

„Já, það má segja það. Hlutirnir breyttust alveg þegar félagið skipti um þjálfara og hann tók inn tvo leikmenn, annar þeirra hægri bakvörður. Þá var ég allt í einu orðinn númer þrjú í röðinni," sagði Birkir við Fótbolta.net.

Fannstu einhvern tímann á þér að frá og með þessum tímapunkti yrði framhaldið strembið?

„Já, sá tímapunktur kom daginn eftir að nýi þjálfarinn tók við. Þá fór ég úr því að eiga byrja bikarleik á miðvikudegi yfir í það að vera ekki í hóp og vera bara til hliðar á æfingum fyrstu vikuna eftir að þjálfarinn kom."

Var þetta eins og að allt í einu hefði verið stillt upp vegg fyrir framan þig?

„Já, í rauninni. Eftir þessa fyrstu viku hjá nýja þjálfaranum fór ég á fund með honum og hann sagðist ætla að gefa sér nokkra daga í að meta mig. Eftir þessa nokkra daga tókst mér að vinna mig inn í liðið og byrjaði tvo leiki og var síðan í hóp restina af tímanum."

„Ofan á það var áhorfendabann sett á í Slóvakíu á svipuðum tíma og þjálfaraskiptin voru og félagið var komið í mikla fjárhagserfiðleika. Þá var nánast orðið ljóst að þeir myndu ekki nýta kaupréttinn á mér."


Hafði það áhrif á þig að félagið ætlaði sér ekki að kaupa þig, dró eitthvað af þér á æfingum eða slíkt?

„Það breytti í rauninni ekki neinu hjá mér, ég ætlaði alltaf að vinna mig inn í liðið og fá sem mest út úr þessu. Sama hvort að það myndi skila einhverjum áhuga annars staðar eða ég kæmi þá bara reynslunni ríkari heim."

Hvað tekuru með þér frá þessum tíma, eitthvað sem mun hjálpa þér í framtíðinni?

„Þetta var bæði áhugavert og skemmtilegt tækifæri sem kom óvænt upp. Ég er ánægður að hafa tekið þetta skref, fengið að kynnast slóvakísku deildinni og æfa í alvöru atvinnumannaumhverfi í nokkra mánuði. Auðvitað hefði ég viljað spila meira og fá fleiri sénsa en þetta var samt algjörlega þess virði. Ég get vonandi nýtt mér þessa reynslu í framtíðinni," sagði Birkir að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner