Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 19. febrúar 2021 07:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segir Mikael Anderson hafa beðið um sölu frá Midtjylland
Úr landsleik haustið 2019
Úr landsleik haustið 2019
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framtíð Mikaels Neville Anderson hjá dönsku meisturunum í FC Midtjylland virðist í óvissu. Mikael og Sory Kaba lenti saman á æfingu á dögunum og voru þeir í kjölfarið hvorugir í hóp í næsta deildarleik.

Mikael kom inn á í bikarleiknum eftir þessa uppákomu en í síðasta deildarleik var hann aftur utan hóps.

Orri Rafn Sigurðarson, sem fylgist vel með dönsku deildinni, greinir frá því á Twitter í gær að hann hafi heyrt að Mikael hafi beðið Midtjylland um sölu frá félaginu.

„Hann er í leit að meiri leiktíma. Það er áhugi frá Rússlandi og Svíþjóð," skrifar Orri.

Mikael er 22 ára gamall og kom upp í gegnum unglingastarfið hjá AGF og Midtjylland. Móðir hans er íslensk og faðir hans frá Jamaíka. Mikael lék yngri landsleiki fyrir bæði Danmörku og Ísland. Hann er enn gjaldgengur í U21 landsliðið og hefur leikið sjö A-landsleiki.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner