banner
   fim 19. mars 2020 12:00
Magnús Már Einarsson
Kristján Óli velur draumalið Manchester United
Rio Ferdinand og Wayne Rooney eru báðir í liðinu.
Rio Ferdinand og Wayne Rooney eru báðir í liðinu.
Mynd: Getty Images
Patrice Evra og Ryan Giggs eru báðir á blaði.
Patrice Evra og Ryan Giggs eru báðir á blaði.
Mynd: Getty Images
Roy Keane er á miðjunni.
Roy Keane er á miðjunni.
Mynd: Getty Images
Eric Cantona.
Eric Cantona.
Mynd: Getty Images
Þar sem enginn fótbolti er í gangi á Englandi þessa dagana þá er tilvalið að líta aðeins um öxl. Fótbolti.net fékk Kristján Óla Sigurðsson, stuðningsmann Mancheser United og sérfræðing í Dr. Football, til að velja úrvalslið leikmanna sem hafa spilað með liðinu í gegnum tíðina.

Sjá einnig:
Kristján Atli velur druamalið Liverpool

„Ég hef nokkrum sinnum stillt svona liði upp í hausnum en aldrei sett niður á blað. Haugur af leikmönnum sem komast ekki í þetta lið. Meðal annars Bobby Charton, George Best og David Beckham. Allt stórbrotnir leikmenn. En það er bara pláss fyrir 11 í liðinu. Því miður," segir Kristján Óli.

„Ég vel aðeins leikmenn sem spiluðu eftir að ég fæddist. Þetta lið myndi pakka öllum liðum heims saman á hvaða degi og í hvaða veðri sem er." Edin van der Sar
Elskaði þennan markmann eina sem pirrar mig er að hann hafi ekki komið strax til félagsins þegar Peter Schmeichel fór í sólina í Portúgal. Frábær á löppunum, geggjaður karakter og liðsmaður.

Dennis Irwin
Magnaður bakvörður sem gat spilað bæði hægri og vinstri bakvörð. Frábær víta og aukaspyrnuskytta. Var rétt á undan Gary Neville sem verður að sætta sig við sæti á bekknum.

Jaap Stam
Stórkostlegur hafsent og leiðtogi. Lent því miður uppá kant við Sir Alex og fór alltof snemma frá félaginu.

Rio Ferdinand
Einn besti og teknískasti hafsent sögunnar. Fékk nánast aldrei gul spjöld það góður var hann að verjast. Hann er samt heppinn að komast í liðið því ég er mesti Nemaja Vidic maður landsins.

Patrice Evra
Geggjaður bakvörður bæði sóknar og varnarlega. Líflegur karakter sem elskar klúbbinn eins og barnið sitt. Maður stóð líka fast með honum í málinu gegn Luis Suarez þar sem réttlætið sigraði sem betur fer að lokum.

Cristiano Ronaldo
Besti leikmaður félagsins frá upphafi og annar af tveimur bestu leikmönnum sögunnar. Langbesti leikmaður sem hefur spilað í ensku úrvalsdeildinni.

Roy Keane
Fyrsti maðurinn sem ég tæki með mér í stríð sama hvort það er orðastríð eða inni á fótboltavelli. Var líka geggjaður miðjumaður og fyrirliði sem öll lið myndu vilja hafa í sínu liði.

Paul Scholes
Sturlaður leikmaður sem byrjaði sem senter en fikraði sig aftar á völlinn með sendingagetu uppá 10. Stríðsmaður í þokkabót. Ákvað að hætta í fótbolta en kom aftur og varð enskur meistari eins og hann hefði aldrei hætt.

Ryan Giggs
Leikjahæsti leikmaður félagsins og sá sigursælasti. Rennilás upp og niður vinstri vænginn og breyttist svo í frábæran miðjumann síðustu ár ferilsins.

Eric Cantona
Kóngurinn sjálfur velur sig sjálfur í þetta lið. Breytti góðu Man.Utd liði í stórkostlegt lið. Hætti bara of snemma.

Wayne Rooney
Markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi og vann allt sem hægt var að vinna. Alvöru karakter og geggjaður alhliða leikmaður. Hataði að tapa og er því rjóminn ofan á þessa girnilegu rjómatertu sem þetta lið er.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner