Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 19. mars 2024 09:04
Elvar Geir Magnússon
Búdapest
Heimild: mbl.is 
Benayoun missir starf sitt ef Ísland vinnur
Icelandair
Benayoun í leik með Liverpool.
Benayoun í leik með Liverpool.
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alon Hazan landsliðsþjálfari Ísrael og Yossi Benayoun yfirmaður fótboltamála hjá ísraelska fótboltasambandinu verða báðir reknir ef Ísrael tapar gegn Íslandi í umspilinu á fimmtudaginn.

Ísraelski blaðamaðurinn Dani Porat segist í samtali við mbl vera sannfærður um að það verði örlög þeirra ef Ísland vinnur.

„Þeir hafa báðir tekið marg­ar furðuleg­ar ákv­arðanir og fólk er byrjað að missa trúna. Við eig­um samt von á því að vinna Ísland,“ sagði Porat við mbl.is.

Hazan hefur lengi starfað fyrir ísraelska fótboltasambandið og verið A-landsliðsþjálfari frá 2022. Þar áður hafði hann í nokkur skipti tekið við liðinu til bráðabirgða og verið aðstoðarþjálfari og U17 og U21 landsliðsþjálfari.

Benayoun þekkja margir fótboltaáhugamenn vel frá því hann lék í enska boltanum. Hann lék meðal annars fyrir Liverpool, Arsenal og Chelsea en hann vann Evrópudeildina með síðarnefnda liðinu.

Ísrael og Ísland mætast á fimmtudagskvöld en leikið verður í Búdapest. Sigurliðið í leiknum mætir Úkraínu eða Bosníu í úrslitaleik um sæti á EM.

Athugasemdir
banner
banner