Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 19. mars 2024 10:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Eini leikmaðurinn í deildinni sem á skilið þennan launaseðil"
Gylfi gekk á dögunum í raðir Vals.
Gylfi gekk á dögunum í raðir Vals.
Mynd: Styrmir Þór Bragason
Gylfi er markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins.
Gylfi er markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson gekk í síðustu viku í raðir Vals og skrifaði hann undir tveggja ára samning á Hlíðarenda. Þetta eru auðvitað risastór tíðindi enda gerist það ekki á hverjum degi að leikmaður eins og Gylfi komi í Bestu deildina á Íslandi.

Viðskiptablaðið sagði frá því síðasta föstudag að launakröfur Gylfa hljóðuðu alls upp á tvær milljónir króna á mánuði en ekki er staðfest að Valur hafi samþykkt þær kröfur. Sögusagnir hafa verið um að auk fastra launa sé hann með ákveðið bónuskerfi í samningi sínum við Hlíðarendafélagið.

„Þetta er eini leikmaðurinn í deildinni sem á skilið þennan launaseðil," sagði Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag.

„Það væri mjög óeðlilegt ef Gylfi væri ekki launahæstur í deildinni, mjög óeðlilegt," sagði Elvar Geir Magnússon.

Gylfi er markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins og ferill hans í fótboltanum er stórkostlegur.

Auðvitað hundfúll að hann komi ekki í FH
Það var aðeins rætt um Gylfa í hlaðvarpinu Enski boltinn í gær en Orri Freyr Rúnarsson, stuðningsmaður FH, var gestur í þættinum. FH-ingar eru skiljanlega svekktir að sjá Gylfa, sem er uppalinn FH-ingur, í Val.

„Þetta er náttúrulega risastórt fyrir deildina en ég er auðvitað hundfúll að hann komi ekki í FH. Gylfi er uppalinn í FH og hefur oft talað um í viðtölum að hann vilji enda ferilinn þar. En FH er ekki að fara að borga Gylfa þau laun sem hann fer fram á. Þetta er kannski skiljanlega hvað það varðar og við höldum bara áfram að byggja upp okkar lið á okkar góðu gildum. Við vonum það besta," sagði Orri í þættinum sem hægt er að hlusta á í heild sinni hér fyrir neðan.
Útvarpsþátturinn - Landsliðsvalið fyrir bardagann í Búdapest
Enski boltinn - Töfrar í bikarnum
Athugasemdir
banner