Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fös 19. apríl 2024 11:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verður Gunnhildur Yrsa með Stjörnunni í sumar?
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Besta deild kvenna hefst á morgun, sunnudag. Stjarnan á fyrsta leik gegn nýliðum Víkings á mánudaginn.

Samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net verður fyrrum landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir ekki með Stjörnunni í allavega fyrstu leikjum liðsins í Bestu deildinni.

Gunnhildur Yrsa hefur ekki spilað með Stjörnunni í vetur en hún hefur verið að takast á við ný verkefni í starfi sínu hjá KSÍ. Hún starfar þar sem styrktarþjálfari og er einnig í öðrum verkefnum.

Gunnhildur, sem er 35 ára, var spurð út í framhaldið í viðtali við Fótbolta.net fyrir nokkrum vikum síðan. Þá sagði hún:

„Það verður bara að koma í ljós."

Það verður fróðlegt að sjá hvort - og mögulega þá hvenær - Gunnhildur spilar með Stjörnunni í sumar.

Uppfært: Gunnhildur og eiginkona hennar, markvörðurinn Erin McLeod, sögðu frá því á Instagram í dag að þær eiga von á barni.


Athugasemdir
banner
banner