Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
   þri 27. febrúar 2024 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gunnhildur: Ætlað mér að vera styrktarþjálfari í svona tíu ár
Icelandair
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnhildur og Ásmundur Haraldsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari.
Gunnhildur og Ásmundur Haraldsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá landsliðsæfingu.
Frá landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta hefur verið geggjað. Það er frábært starfsfólk hérna og leikmennirnir hafa tekið ótrúlega vel á móti mér. Það hefur hjálpað að koma inn í starfsteymið. Ég er ótrúlega ánægð," sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, styrktarþjálfari kvennalandsliðsins, í viðtali við Fótbolta.net.

Gunnhildur Yrsa tók nýverið við starfi styrktarþjálfara og er núna í sínu fyrsta verkefni í því starfi með kvennalandsliðinu.

Gunnhildi Yrsu þarf vart að kynna fyrir íslensku fótboltaáhugafólki en hún var lykilleikmaður í landsliðinu um langt skeið. Hún spilaði 102 landsleiki og skoraði 14 mörk áður en hún lagði landsliðsskóna á hilluna í fyrra. Núna er hún í hópnum í nýju hlutverki og nýtur hún þess mikið.

„Ég hef margt að læra. Ég hef líka mikla orku og vil nýta hana til að hjálpa liðinu," segir Gunnhildur. „Það er draumurinn minn að vera þjálfari og styrktarþjálfari. Þetta starf kom til boða og ég gat ekki annað sagt en bara já."

„Ég hef ætlað mér að vera styrktarþjálfari í svona tíu ár núna. Ég hef menntað mig á ferlinum með það og er núna að taka 'UEFA B - fitness' í Skotlandi. Þetta eru spennandi tímar og hver veit hvað gerist í framhaldinu."

Tók þetta í mínar hendur
En hvernig byrjar ástríðan fyrir styrktarþjálfun?

„Ég lenti þrisvar í krossbandsslitum og svo áttaði ég mig á því hversu miklu það munar að æfa rétt og allt svoleiðis. Hægt og rólega fattaði ég að þetta var mín ástríða. Ég þjálfaði svolítið mig sjálfa. Það voru kannski komnir styrktarþjálfarar í kvennaboltann fyrir tíu árum og ég tók þetta í mínar hendur. Ég er kannski ekki besta fótboltakonan en ég komst langt út af því hvernig ég æfði. Ég fattaði að ég gæti haft áhrif. Ímyndaðu þér ef þú ert góð í fótbolta og hefur þetta líka. Þetta kom eiginlega þannig. Ég missti ekki af leik í átta ár því ég var að æfa rétt," segir Gunnhildur.

Það er augljóst að fyrrum landsliðskonan hefur mikla ástríðu fyrir þessu starfi og kemur hún inn með mikla orku í það.

„Ég held reyndar að Steini sé orðinn pirraður á mér því ég er alltaf að fara yfir tímann minn. Maður hefur svo gaman að þessu. Ég er enn að læra inn á þetta. Steini hefur verið frábær og allt teymið. Það hjálpar ótrúlega mikið þegar ég er að koma mér inn í þetta," segir hún.

Þessar stelpur eru frábærar
Það er stutt síðan Gunnhildur hafði kvatt hópinn og hún segir það gott að vera komin aftur.

„Þessar stelpur eru frábærar og það er ótrúlega gaman að vera í kringum þær. Ég var stutt frá en ég saknaði þeirra mikið."

Hún vonast til að sjá fleiri konur taka skrefið í þjálfun. „Ég vona og hvet fleiri konur til að koma í þjálfun. Mitt markmið er að reyna að halda mér í þjálfun eins lengi og ég get. Maður veit aldrei hvað gerist í lífinu en ég er ótrúlega ánægð núna," segir Gunnhildur en hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.

Ísland mætir Serbíu í dag klukkan 14:30 en hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner