Palace opið fyrir því að selja enska tvíeykið - Real Madrid vill að Man Utd nýti endurkaupsrétt sinn á Alvaro - Vardy orðaður við Leeds
   lau 19. apríl 2025 19:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: McTominay hetja Napoli gegn botnliðinu
Mynd: EPA
Monza 0 - 1 Napoli
0-1 Scott McTominay ('72 )

Napoli vann nauman sigur á útivelli gegn botnliði Monza í ítölsku deildinni í kvöld.

Bæði lið fengu tækifæri í fyrri hálfleik. Napoli byrjaði leikinn betur. Scott McTominay átti skot úr aukaspyrnu sem Stefano Turati, markvörður Monza, varði út í teiginn en hættan leið hjá.

Monza vann sig inn í leikinn og Gaetano Castrovilli gerði hrikalega vel að koma sér inn í teiginn en skot hans fór framhjá.

Matteo Politano, sóknarmaður Napoli, komst einn í gegn eftir tæplega 70 mínútna leik en Turati gerði vel að verja frá honum. Stuttu síðar var Turati hins vegar sigraður.

Giacomo Raspadori átti fyrirgjöf og McTominay var á undan Turati í boltann og skallaði hann í netið og tryggði Napoli stigin þrjú.

Napoli er með 71 stig í 2. sæti, jafn mörg stig og topplið Inter sem á leik gegn Bologna á morgun. Monza er á botninum, 11 stigum frá öruggu sæti þegar fimmtán stig eru eftir í pottinum.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 34 22 8 4 54 25 +29 74
2 Inter 34 21 8 5 72 33 +39 71
3 Atalanta 34 19 8 7 67 31 +36 65
4 Juventus 34 16 14 4 51 31 +20 62
5 Bologna 34 16 13 5 52 37 +15 61
6 Roma 34 17 9 8 49 32 +17 60
7 Lazio 34 17 9 8 57 45 +12 60
8 Fiorentina 34 17 8 9 53 34 +19 59
9 Milan 34 15 9 10 53 38 +15 54
10 Torino 35 10 14 11 39 40 -1 44
11 Como 35 11 10 14 44 48 -4 43
12 Udinese 35 11 9 15 36 48 -12 42
13 Genoa 34 9 12 13 29 41 -12 39
14 Cagliari 35 8 10 17 35 49 -14 34
15 Parma 35 6 15 14 40 53 -13 33
16 Verona 34 9 5 20 30 62 -32 32
17 Lecce 34 6 9 19 24 56 -32 27
18 Venezia 35 4 14 17 28 49 -21 26
19 Empoli 34 4 13 17 27 54 -27 25
20 Monza 34 2 9 23 25 59 -34 15
Athugasemdir
banner