Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 19. maí 2019 10:52
Ívan Guðjón Baldursson
Telefoot: Chelsea búið að framlengja við Giroud
Mynd: Getty Images
Franski miðilinn Téléfoot heldur því fram að Chelsea sé búið að virkja samningsákvæði Olivier Giroud sem framlengir núverandi samning hans um tvö ár, eða til 2021.

Giroud verður 33 ára í september og er það ekki venjan hjá Chelsea að semja við svona gamla leikmenn. Ákvörðunin er tekin vegna viðskitpabanns sem Chelsea var dæmt í, félagið er að reyna að halda í alla sína menn.

Giroud er talinn hafa viljað leita á ný mið til að fá meiri spiltíma og auka möguleika sína á að spila fyrir franska landsliðið á EM 2020.

Frönsk félög á borð við Marseille og Montpellier eru áhugasöm um Giroud, sem er einnig eftirsóttur í Kína og Bandaríkjunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner